Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 8
hausinn eins og í fyrra skiptið, heldur yfir þveran skrokkinn. Þetta kom honum í gleggri skilning um það, að hann var búinn að eignast nýjan yfirboðara; hús- bónda, sem að vísu var ólíkur þeim fyrri, en engu að síður — mannvera. Og Taban hataði allar mannverur, hat- ur hans var honum jafn eiginlegt og and- ardrátturinn; það var hatur sem var jafn heitt og ást hans á lífinu. Á þeim vikum sem í hönd fóru, löng- um og köldum vikum, fullum tilbreyting- arleysis og þrældóms, lærði Taban sitthvað sem olli honum undrun. Og hann komst í skilning um enn eina og nýja ástæðu til þess að fyrirlíta mannkindina. Nýi húsbóndinn notaði svipuna ekki eins mikið og sá fyrri hafði gert; en hann notaði hana fyrirvaralaust, misknunar- laust og án allra minnsta tilefnis. Hann kom aldrei svo í nálægð við Taban, hvorki til þess að fóðra hann, leggja á hann taum- ana eða taka þá af honum, að hann hefði ekki blýþungt svipuskaftið ógnandi í hægri hendi. Þau einu orð sem hann lét falla við Taban voru stutt, skipandi og þrungin viðvörun og hótunum. Þannig var hann ekki gagnvart hinum hundunum. Hann talaði við þá, þegar hann gaf þeim að éta, og eins þegar hann setti á þá taumana eða leysti þá. Stundum kom fyrir, að hann lék sér við einhvern þeirra, á meðan Taban varð að láta sér nægja að horfa á álengdar fullur haturs og fyrir- litningar. Sérhver hundur í foreykinu bar nú eitt- hvert merki af hatri Tabans. I þrjú eða fjögur skipti hafði hann glefsað í nýja húsbóndann, og í jafn mörg skipti hafði hann þolað refsingu sína þegjandi og hljóðalaust. — Honum var ljóst, að hann átti refsinguna skilið, hann hafði sjálfur átt upptökin; en það gerði svipuhöggin ekkert þolanlegri. Á hverju kvöldi hallaði Taban haus með hatrið ólgandi í þreytt- um hundsglyrnunum. Tvisvar varð tunglið stórt og skært, án þess að sættir tækjust með Taban og mann- inum sem hann hataði allra mest. Ef nokk- uð var, þá óx hatur hans á manni þessum jafnt og þétt. — því að sjálfur var Taban eini hundurinn í hópnum, sem aldrei hlaut vingjarnlegt orð eða minnsta kjass. Hann var úrhrak, líkt og sníkjudýr eða aðskota- skepna í hópnum; þetta var honum fylli- lega ljóst, því að hann var greindur hundur. 1 dögun vaknaði Taban, skreiddist út úr greni sínu og teygði úr sér. Það var snjókoma og tekið að skafa. Taban svip- aðist um. Maðurinn var þegar kominn á kreik og var að bardúsa eitthvað í tjald- búðunum.. Þá var það, að annarlegt hljóð barst að eyrum svo vel hunda sem manna. Maðurinn og Taban litu við, í átt þangað sem hljóðið kom. Það endurtók sig. Þetta var mannsrödd. Taban beið kyrr og eftirtektarsamur. Maðurinn nálgaðist; rödd hans varð æ greinilegri eftir því sem hann gekk nær. Auðsjáanlega hafði hann orðið var við reykjarsúluna sem steig upp frá tjald- búðum Billys. Kippur skreiddist út úr tjaldi og tók að gelta af öllum mætti. All- ar tjaldbúðirnar komust í uppnám. Hundaeyki birtist í snjódrífunni, og það var eins og hundarnir rétt kæmust úr sporunum, og maðurinn sem gekk í far- arbroddi virtist ekki til mikilla afreka lík- legur eftir göngulaginu að dæma. „Kimber!“ hrópaði húsbóndi Tabans og hljóp út í stormviðuna til að taka á móti komumanni. „Hvað hefur komið fyrir?“ „Vað er allt í ólagi,“ svaraði sá að- komni. Þetta var hávaxinn og beinamikill maður, svipþungur, með þykkar, dökkar og loðnar augabrúnir. „Eg hef verið á ferðinni frá því síðdegis í gær, og hunda- greyin geta ekki öllu meira.“ Hann sveifl- 80 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.