Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 21
að litli maðurinn hafði ekki jafn mikla kættu í för með sér og sá föli. Hvílík ógn leyndi sér ekki bak við hina árvökru ró. ..I hvaða tilgangi, mætti ég spyrja?" sagði Jim Cochrane. ..Fyrir morð!“ svaraði sheriffinn jafn rólega, en samt viðbúinn að hleypa af tveim kúlum, ef með þyrfti. „Morð?“ endurtók Jim Cochrane, og blístraði aðeins. „Morð! Hver hefur verið myrtur, og hvar?“ „Jess Sherman. Morðið hefur verið unn- M í nótt eða snemma í morgun í rjóðri einu hér í nándinni . . . “ Maðurinn með föla andlitið hristi höf- uðið. „Yður skjátlast núna, sheriff,“ sagði hann. „Yður hefur skjátlast, ég hef ekk- ei't á móti því, að þér takið þann mann, Ser>i hefur drýgt morðið, en þér getið ekki eignað mér slíkt verk. Scottie þarna getur fi'ætt yður á, hvar ég hef verið í nótt og Það, sem liðið er á daginn.“ Hvernig átti hann að taka þessu? Hugs- anirnar flugu í gegnum höfuð sheriffans. ^au spor, sem hann hafði rakið, voru mjög óksýr og það gat hugsast, að brautin hefði ekki verið rétt. Hann gat ekki treyst því fullkomlega. „Jim hefur verið með mér,“ sagði Scot- He> „í nótt og í morgun.“ „Hérna?“ sagði sheriffinn strax. „Haf- iÖ þið þá verið á ferðinni allan daginn?“ »Já,“ sagði Scottie afundinn. Lá lyfti sheriffinn hendinni og benti. „Hvers vegna er þá svona hnakkfar á hestinum, mér er spurn?“ Hestur föla mannsins sýndi það ljós- iega, að það var nýsprett af honum. „Hann hefur ekki velt sér, og ég hef ekM kembt honum,“ sagði Jim Cochrane rólega. „Það er fullkomin skýring, sher- iff ?“ „Fullkomin, það læt ég nú vera. Getur t*ú svarið þessa lygi, Scottie?“ „Lygi! Þetta er engin lygi. Þetta er heimilisblaðið sannleikur, sheriff Thomas. Fg get svarið það við .. . “ „Hættið!“ bauð sheriffinn kuldalega. „Ég hef aldrei getað hlustað á menn sverja rangt.“ Hann stóð og horfði hugsandi á þessa tvo menn. Hann hafði ekki nóg við að styðjast, til að taka málið ákveðið fyrir. Áhættan var of mikil. Hvaða sannanir hafði hann á hendur Jim Cochrane? Að- eins efasöm spor. Það var of lítið í svo mikilsverðu máli. Hann hafði verið sann- færður um, að þau myndu færa hann til svartdröfnótta hestsins og Skuggans. En það leit út fyrir, að honum hefði fatast að þessu sinni. En hann var viss um það, að sá maður, sem nefndi sig Jim Cochrane, hafði drepið Jess Sherman. Það var aug- sýnilegt, að tveir höfuðfjendur Jess Sher- mans höfðu verið á ferðinni um líkt leyti, og staðreyndin var meiri sönnun en rök- færslan. Skugginn var ekki hérna. Máske var hann langt í burtu, en hér sat bara annar, sem ekki var vanþörf að líta eftir. Sheriffinn gekk eitt spor aftur á bak og stakk skammbyssunni í hylkið. „Vertu sæll, Scottie,“ sagði hann. „Co- chrane — ég hef það á tilfinningunni, að við munum sjást aftur og máske talsvert fást við síðar meir.“ Með þessum orðum gekk hann rólegur á brott og hvarf inn í þykknið. Varla var hann horfinn, áður en Scottie andvarpaði eins og létt hefði verið af hon- um fargi og ætlaði að segja eitthvað. En aðvarandi bending frá Jim Cochrane stöðvaði hann, og það leið góð stund, þang- að til Jim Cochrane sjálfur rauf þögnina. „Þakka þér fyrir,“ sagði hann. „Þú tókst í málið fyrir mig eins og góðum fé- laga sómdi, Scottie, en ef þú hefðir sagt eitthvað, hefðirðu eyðilagt það allt saman. Þessi gamli refur stóð bak við runnann til þess að hlusta eftir, hvað við segðum.“ „Var það satt, sem hann bar á þig?“ spui'ði Scottie svo hræddur, að hann hvísl- 93

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.