Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 4
gegnum dýrið, eða öllu heldur: kemur
alls ekki auga á það. önnur tegund fiðr-
ilda líkist í kyrrstöðu einna helzt visnuðu
laufblaði, ekki aðeins hvað litarháttinn
snertir, heldur einnig lögun vængjanna og
litbrigði þeirra. Já, jafnvel þegar það er
á flögri minnir það fyrst og fremst á fjúk-
andi lauf!
Sérkennilegt skordýr, sem nefnt hefur
verið „flökkutitturinn", minnir helzt á lít-
inn kvist, bæði að lit og lögun. Og til þess
að gera sjónhverfinguna enn áhrifaríkari,
stillir það sér gjarnan á ská út frá grein-
inni sem það situr á. Snerti maður við
því, lieldur það áfram að reyna að hegða
sér eins og þéttur smákvistur. En endur-
taki maður snertinguna, þá sprettir það
út löppum sínum og hefur sig sem skjót-
ast á brott, líkt og það sé sármóðgað yfir
því, að maður skuli hafa séð í gegnum
huliðshjúp þess . . .
Fjölmörg önnur dýr eru gædd þessum
sama hæfileika að leggja áherzlu á lit-
hjúps-blekkingu sína með sérstökum hreyf-
ingum og stellingum. Sefhegrinn er gott
dæmi um slíkt. Þessi grannvaxni fugl,
klæddur röndóttóttum fjaðurbúnaði, get-
ur staðið fullkomlega hreyfingarlaus í sef-
inu, svo að næsta ógerlegt er að greina
hann frá umhverfinu. Og þegar vindurinn
bærir sefið til og frá, þá hreyfist hann
líka í fullkomnum takti.
Fiðrildi, sem hafa vængskreytingu eins
og visnuð blöð, sitja ætíð þannig, að þau
geti litið út sem visnuð blöð. Og sum skor-
dýr hitabeltisins safnast saman í hópa,
öll með höfuðin í söm.u átt, þannig að þau
mynda munstur, sem líkjast blómum
þeirra trjáa sem þau sitja á.
Hinir skæru litir í fjöðrum karlfugl-
anna þjóna að sjálfsögðu þeim tilgangi að
vekja athygli kvenfuglanna. En þeir eru
líka til þess gerðir að leiða athyglina frá
fjaðurham kvenfuglsins, sem yfirleitt er
síður áberandi. 1 sumum tilfellum getur
karlfuglinn jafnvel stökkt á brott óvin-
veittum keppinaut með litskreytingunni
einni saman. Það sést bezt á hringfasan-
inum, sem sinn hvorum megin á hálsin-
um er með rauðan húðsepa, sem hann þen-
ur út þegar hann stendur frammi fyrir
öðrum karlfugli. Slíkt dregur út sjálfs-
trausti þess, sem árásina ætlaði að gera,
og hann læðist jafnvel burtu án þess að
þora að leggja í nokkra orustu. Ef komið
hefur verið fyrir örlitlum svörtum lit á
húðsepum þessum, þannig að glans þeirra
verði daufari, þá er árásaraðilinn vís til
að láta ekki blekkjast.
Þegar talið berst að huliðshjúpi í dýra-
ríkinu, verður manni ósjálfrátt hugsað til
kamelljónsins, sem er þekkt að því að
skipta litum eftir því hvernig umhverfi
þess er hverju sinni. Þó eru öllu fleiri og
furðulegri dæmi slíks meðal fiska, froska,
krabba og kampalampa. Sumar rækjuteg-
undir geta skipt fullkomlega um lit á fá-
einum mínútum, og þar er um mjög mikla
litafjölbreytni að ræða: grænt, þegar dýr-
ið heldur sig í þangskóginum; fjólublátt,
brúnt eða blágrænt, þegar verið er innan
um þörunga, og svo yfirleitt blátt að nóttu
til. Flatfiskar eru með bæði augun annars-
vegar á höfðinu; en jafnvel þegar þeii'
liggja á botninum og horfa upp á við, þá
verða þeir varir við breytingar umhverfis
sig á botninum og skipta um lit í samræmi
við það. Setji maður flyðru ofan á línóle-
umdúk með mislitu mynstri, þá aðlagar
hún lit sinn munstrinu eftir getu.
Enn eitt dæmi um þýðingu litanna fyrir
dýr og jurtir er samspil það, sem á sér
stað milli sumra skordýra og eftirlætis-
jurtanna þeirra. Sumar orkídeur hafa á
neðstu, vara-löguðu krónublöðunum eins-
konar gult munstur, sem minnir harla
mikið á kvenvespu. Karl-vespa lætur lokk-
ast af þeessu og lendir af ákafa á blað-
inu; en áður en hann hefur áttað sig, hef-
ur plantan fest örsmáar kúlur af blóm-
ryki við höfuð karl-vespunnar, en þeg-
ar hann svo í næsta skipti heimsækir blóra
J
76
HEIMILISBLAÐlP