Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 22
aði því. „Hefurðu hlunkað á einn í nótt.“
,,Ég-?“ sagði Jim Cochrane. ,,Það var
iygi, ég hef ekki skotið Jess Sherman, en
ég kæri mig ekki um að hafa þennan gamla
sporhund á hælum mér. Hvers vegna skyldi
hann ekki halda sig heima við? Það ætti
við fyrir mann á hans aldri.“
„Ég hef heyrt, að það séu komnir í hann
mikilmennsku órar,“ sagði Scottie. „Það
er sagt, að hann hafi einsett sér að elta
Skuggann uppi. Ég skil ekki, hvernig hann
hefur rakið sporin til þín.“
Hann sat boginn með olnbogana studda
á hné séi', og starði með undirförlu og at-
hugandi augnaráði á Jim Cochraen. En
hann hristi einungis höfuðið.
„Skugginn?" sagði hann og hló við. „Þú
heldur þó ekki líka, að ég sé konungur
Englands, Scottie!"
„Hver er þá — Skugginn?“
„Það veit ég ekki,“ sagði Jim. „En hann
er maður, sem maður getur tekið ofan
fyrir.“
XVI.
Fífldirfska Tom Converse.
Tom Converse þaut í dauðans ofboði út
úr bænum. Það var sem undrahesturinn
finndi óslitinn veg yfir allar þær girðinga-
flækjur og annað skran, sem var bak við
gripahús veitingahússins. Hvílíkur hestur,
þessi dásamlegi Captain! Það leit út fyrir,
að hann hefði kattaraugu og sæi í myrkri,
sem um hábjartan dag. Og hann hafði full-
kominn mannsheila til að velja veginn.
Hann stökk áfram, og skyndilega lyfti
hann sér yfir háa girðingu, svo að Tom
var næstum hrotinn af baki.
Undir eins og þeir voru komnir spöl-
korn inn í skóginn, hægði þessi skynsama
skepna á sér. Það var eins og skuggi, sem
liði á milli trjábolanna yfir hina mjúku
jörð, sem var þakin þykku, angandi furu-
nálateppi. Háreystin í mönnunum, sem eltu
hann, var langt í burtu. Ópin og skotin
í öllum áttum sögðu honum, að þeir hefðu
misst af honum.
Loks komust þeir út úr skóginum. Tom
áði undir dálítilli hæð og fór að hugsa út
í, hvernig hann ætti að snúa sér í þessu.
Hann var algerlega ringlaður af öllum
þessum viðburðum, en það var eitthvað
annað en hann væri hræddur. Heldur hafði
þetta kveikt bál ævintýraþráarinnar í
brjósti honum, og á þessari stundu gat
hann lagt í allt, hvað mikla hættu sem
það væri. Nú sat hann á baki dásamleg-
asta hesti, sem til var í heiminum, og viss-
an um það jók hug hans og sjálfstraust.
Einnig vissi hann vel, að það var lang-
ur vegur frá að hann væri úr allri hættu
enn þá. Enginn leitarmannanna mundi
finna hann, en það var til nokkuð, sem
hét símskeyti, og áður en næsti dagur væri
liðinn mundi verða orðinn svo þéttur um
hann vefurinn, að vandi yrði að sleppa
með óskrámaðan bjórinn. Helzt fannsthon-
um ráð að stefna beina leið til heimkynna
sinna, þar sem enginn tæki hann fyrir
annan en Tom Converse, sem þeir hefðu
þekkt í mörg ár. Bústaður föður hans var
bara í mörg hundruð mílna fjarlægð, og
reynsla síðustu daga hafði sýnt honum í
tvo heimana. Hann var viss um, að sá
fyrsti, sem hann hitti, mundi senda hon-
um kúlu, án þess að spyrja um leyfi.
Hjartað barðist í brjósti hans eftir þenn-
an voðalega flótta. Við það að þreifa í
hjartastað, heyrði hann skrjáfa í bréfi,
í einni svipan snerust hugsanir hans að
öðru. Bréfið — hið leyndardómsfulla bréf,
sem hafði verið kastað inn í herbergið til
hans á veitingahúsinu! Hann var þess full-
vissari en nokkru sinni áður, að það var
fallega stúlkan á silfurgráa hestinum, sem
hafði skrifað bréfið og hent því inn til
hans.
Aðeins einu sinni hafði hann lesið það,
en innihaldið hafði hreint og beint brennt
sig í sál hans. Benn, sem var í fangelsi í
Carlton. — Það var svo biðjandi von um,
94
HEIMILISBLAÐIÐ