Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 32
stykkin eru fyrst brúnuð og steikt hálf- mjúk með salti og pipar. Þá eru þau lögð í eldfast fat og yfir er sáldrað timian og söxuðum lauk og svo niðursoðnu tómat- arnir (kannski ekki allt soðið). Ostinum er sáldrað yfir og ofurlitlu smjöri ofan á. Rétturinn verður góður af að standa nokkuð lengi í ofninum, fyrst með hálf- þéttu loki eða álpappír yfir í ca 14 tíma við 200° hita og síðustu mínúturnar þá loklaust og með engu yfir þangað til ost- urinn er orðinn fallega gulbrúnn og allt yfirborðið orðið aðeins hart. Borðið spag- hetti eða bara salat og langt hveitibrauð með. Karry-kj úklingur. 1 stór kjúklingur eða unghæna, sem er minnst 1200 gr. 1% tsk salt, % tsk pipar 2 msk hveiti 1 tsk paprikað ofurlítið af cayennapipar (eða ofurlítið meiri paprika) 1(4 tsk karry, smjör til að brúna, 2—3 saaðir smálaukar 1 feitur knúsaður hvítlaukur 1 glas af heilum sveppum 1—2 msk af tómatpurré safi af % sítrónu, e. t. v. 1 dl vatn eða kjötsoð. Kjúklingurinn er hreinsaður og skorinn í sundur og þerraður og er svo velt upp úr blöndu af hveiti og kryddi. Steikið í potti ef þið eigið Þá er lauk bætt út í, hvít- lauk, sveppum ásamt soðinu, tómatpuré og sítrónusafa og kjúklingurinn er steikt- ur á pönnu eða beint yfir eldi. Reiknið með klst. fyrir utan tímann sem fer í að brúna kjúklinginn. Látið annaðhvort vatn eða soð út í og e. t. v. karry eftir smekk, þegar kjúklingurinn er að verða gegnsoðinn. Soðin hrísgrjón eru borin fram með þessum rétti. Hænsnakjötsúpa og góS hæna. Til að fá bæði bragðgóða súpu og góða soðna hænu er bezt að fara svona að: Látið hreinsaða hænuna í pott og látið soð hylja hana. Soðið getur verið af kálfa- beini eða vatn -j- hænsnasoðteningar. Fjar- lægið vandlega alla froðu þegar hænan sýður, bætið þá 2—3 sneiðum af sítrónu, nokkur púrrublöð, steinselju, sellerí og 1 tsk merian. Sjóðið hænuna við fremur hægan hita undir loki í ca lþt klst. eftir stærð og aldri hænunnar. Þessa hænu er hægt að framreiða með karry- eða pap- rikusósu. Það má líka láta hænuna kólna og framreiða hana í hlaupi (aspic) með salati. Súpuna má bragðbæta með ýmsu móti, eins og t. d. að bæta tveimur niðursneidd- um purrum út í og þremur söxuðum lauk- um, sem eru látnir murra fyrst í smjöri á pönnu, sjóðið í 10 mín með súpunni og bragðbætið með creme fraiche. Ef súpan á ekki að vera mjög fín má nota mjólk í staðinn. Portvíns-unghæna. 1 stór unghæna l%tsk salt, Vi tsk pipar, smjör 6—8 smálaukar, % 1 soð, 1—2 glös af portvíni, steinselja. Þerrið vel hreinsaða hænuna (eða han- ann), sem síðan er skorin í tvennt, krydd- uð og brúnuð vel á pönnu eða grunnum potti. Laukur og sveppir brúnast með áð- ur en cayennapipar, soð og portvín er lát- ið út í. Ljúkið við að steikja hænuna í steik- arpoka í ofni (eða yfir opnum eldi). Steik- artími er ca 3 korter fyrir utan brúnun- ina. Ofnhiti 225—250° hiti ef pokinn þolir það. Sjóðið á síðustu stundu nokkrar stein- seljur í olíu (þær verða að vera vel þurr- ar). Sáldrið þeim síðan yfir. Látið e. t. v. rjóma eða creme fraichce út í soðið. Kart- öflustappa og grænt salat er mjög gott með. 104 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.