Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 24
einhver var kominn á undan honum og- hafði sagt frá flótta Skuggans, þá var úti um hann. En fjarlægðin var svo mikil. að það gat varla komið til mála. Það var enginn hestur jafnoki Captains. Tom Conversee reið inn á aðalgötuna í þessu þorpi, alveg eins og hann hafði gert í hinu þorpinu. En þá hafði hann bara ekki haft hugmynd um, hvaða hætt- ur ógnuðu lífi hans. Það fór eins og hann hafði hugsað, dirfska hans gerði menn svo hissa, að þeir stóðu sem þrumulostnir. Fólkið gat ekki trúað sínum eigin augum. Að Skugg- inn skyldi voga sér að ríða í gegnum þorp- ið og það um hábjartan daginn. Tom. Con- verse hafði ekki riðið inn í bæinn úr þeirri átt, sem hann kom. Þetta var eins og hvert annað bragð, sem máske gat haft sína þýðingu seinna meir. Fólkið átti ekki von á Skugganum neðan úr byggðinni. Sá fyrsti, sem sá hann, var smásnáði, sem lá við götuna og lék sér við hund. Hann lá grafkyrr og glápti á gestinn með opnum munni og starandi augum. Svo æpti hann upp í loftið, hentist á fætur og ætlaði að flýja í dauðans ofboði, en hætti samt við og stóð gapandi og náfölur. Tom Converse stöðvaði hestinn og kall- aði: „Hvað er að þér, vinur?“ „Ekkert. Eg hélt bara, að þú ... að þú værir annar. En þú ert ekki . . . “ Drengurinn kom hægt nær, alveg lerk- aður af undrun. Um leið byi'jaði einhver að kalla niður á götunni. Hann kunni því illa, að menn biðu eftir honum til að at- huga hann. Það var smiðurinn og maður með hon- um, sem höfðu rokið út úr smiðjunni, og svitinn draup af báðum. Og á einu augna- bliki voru komnir um tuttugu menn hin- um megin á götunni. Þeir voru allir vopn- aðir og smiðurinn hafði orð fyrir hinum. „Góðan daginn, félagi,“ sagði hann. „Hvaðan kemur þú?“ „Neðan frá Crayville.“ „Frá Caryville?“ „Já, ég ætla til Waterbury . . .“ „Þá ertu að villast. Waterbury er ekki á þessum slóðum. Þangað liggur allt ann- ar vegur." Hinir færðu sig nær, þeir gættu þess að hafa nægilegt sigrúm til að geta náð skammzyssunni fram í flýti, og höfðu vak- andi auga á hverri hreyfingu hans. Tom Converse var viss um, að ef 'þeim fynd- ist eitthvað grunsamlegt við skýringar hans, mundu þeir ekki vera lengi að hugsa sig um. ,Það veit ég líka,“ flýtti hann sér að segja, um leið og hann bölvaði því inni- lega með sjálfum sér, hvað hann væri ókunnugur í þessu byggðarlagi. „Ég gerði það með ásettu ráði, að fara hér um. Ég þarf að tala svolítið við sheriffann." „Sheriffann ?“ „Já, er það ekki Joe Shriner?“ Það var auðséð, að þessi spurning hafði áhrif. Þeir störðu allir forviða á hann. Imyndun þeirra hafði farið með þá í gön- ur. Maður, sem spurði eftir sheriffan- um, hinum hræðilega Joe Shriner, gat ekki verið Skugginn. En grunur þeirra var samt ekki úti enn. „Hvað heitir hesturinn þinn?“ „Hann heitir Dandy.“ „Hann er fallegur; hvað er hann gam- all?“ „Sex ára; ég fékk hann í fvrra.“ „Fyrst í fyrra? Jæja. Eigum við að segja þér, hvers vegna við þyrptumst svona í kringum þig og spyrjum?" „Já, það vil ég gjarna, annars hélt ég, að þetta væri vani hér í Carlton." Margir hlógu í hópnum, en voru nú al- veg friðsamir. Fyrir einni mínútu höfðu þeir haft hönd á skammbysssunni, en nú skemmtu þeir sér við misskilninginn. „Það var af því, að við héldum, að þú værir Skugginn.“ Tom Converse var viðbúinn að taka þessari skýringu. Hann sagði ekki orð, en 96 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.