Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 11
snöggt niður í vasann á loðfeldinum. Fag- Ul'gljáandi hlutur lá í hendi hans, og Tab- an vissi hvað sá hlutur gat gert. Óðara vatt hann sér undan og hljóp burtu. Rauður loginn stóð út úr byssuhlaupinu, u£ hvellt skot kvað við. Snjórinn þyrlað- ist upp rétt fyrir framan trýnið á Taban, °g hundurinn tók undir sig stökk upp yfir Uæstu heiðarbrún. Enn sást rauði blossinn, og Taban fann fyrir sviða þvert yfir herðamar, rétt eins °S eftir svipuhögg. Enn einu sinni kvað við skothvellur, og 1 þetta skipti þyrlaðist snjórinn upp rétt fyrir framan Taban. Síðan fann hundur- lnn ísinn á vatninu undir hófum sér, og nmðurinn með bölv sitt og ragn var lang- ai' leiðir burtu. Þannig hélt Taban af stað út í nóttina lueð taumana í eftirdragi og hálsbandið að- ^rækt. Fyrr en varði var hann kominn Það langt, að dvalarstaður mannsins var hulinn myrkri og snjó. Þá gat Taban ekki lengur ráðið við þreytuna í limum sínum °g skrokk, heldur féll í snjóinn, hringaði rófuna yfir tiýnið og sofnaði fast. Skuggi Tabans leið löturhægt yfir hjarn- ^'eiðuna á nýjum degi þar sem dýrið skreiddist áfram yfir hvíta auðnina líkt gi'arri afturgöngu. Hann var reikull í sP°ri, en áfram hélt hann stefnu sinni. Allt frá því snemma um morguninn lafði hann gengið þannig, með ólarnar í eftirdragi. Hann lét rófuna lafa, og það var engin eða þróttur í fótaburðinum eins og Uu var komið. Hann kenndi til í höfði og Hfjum, og það blæddi úr þófum hans út 1 nýfallinn snjóinn. Hann sárkenndi í launinni til í hverri taug. En áfram hélt nann — áfram------- . Eeint framundan honum var vatnsbakk- jnn, 0g þar efra var hvítur flötur, óreglu- e&a lagaður, með dökkum ferhyrndum leit 1 miðju; það voru tjaldbúðirnar. Tab- ^EIMILISBLAÐIÐ an hafði gætur á þessum tjaldbúðum — því að þetta voru þær búðir þar sem hann vissi að hann átti raunverulega heima. Allt frá því að augu hans höfðu fyrst greint búðirnar úr miklum fjarska, var sem lionum ykist áræðni og kraftur. Hjarta hans hélt áfram að berjast. Hann var glaður — já, hann var raunverulega glaður. I tjaldbúðunum þeim arna, undir þess- um bláleita reykjareim, var hinn rétti húsbóndi hans. Hvers vegna var hann Taban að leggja þetta allt á sig til þess að heyra rödd þess manns aftur, finna lyktina af honum? — Sjálfur skildi Tab- an það ekki, en eðlishvötin dreif hann áfram. Hann óskaði þess eins að geta tek- ið undir sig stökk alla leið að tjaldbúðun- um, geltandi af kæti. En til þess hafði hann engan mátt. En í augum hans leyndist eftirvænting- arfullur og lifandi glampi. Hann hafði heimkynni sín fyrir sónum, því að þar sem húsbóndi hans var, þar var og einnig hans rétta heimili. Nú var hann óðum að nálg- ast. Einn af hundum þeim, sem Kimber hafði skilið eftir, kom nú auga á hann og tók að gjamma. Tjalddyr opnuðust, og Billy gekk út. Taban sá manninn greinilega. Og í sömu andrá kom maðurinn líka auga á hann og hraðaði sér í átt til hans — eins og til þess að bjóða hann velkominn. Taban hélt áfram að skjögra. Maður- inn staðnæmdist og stóð þannig kyrr, hreyfingarlaus, og horfði á hann. Nokkr- um öskrefum álengdar nam Taban einnig staðar og leit upp á herra sinn. „Jæja — ertu bara kominn aftur?“ Hundurinn virti fyrir sér andlit manns- ins. Þar var ekkert að sjá. I augum hans eða munnsvip var ekkert það, sem Taban gat greint og kannast við. Þegjandi gekk hann til húsbónda síns. Hann stóð nú rétt við fætur hans og enn var maðurinn hreyf- ingarlaus með öllu. 83

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.