Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 30
þræla, en hin ekki. Ég- vona, að heimilið — þjóðin — leysist ekki upp; en ég treysti því, að þar ríki innbyrðis eining. Það verður að vera samræmi á annan hvorn veg.“ Á grundvelli þessarar ræðu var Abra- ham fjórum árum síðar kjörinn forseti. Og vinir hans og mótstöðumenn fengu hann aldrei til að iðrast þess að hafa hald- ið þessa ræðu. Án þess að vita það sjálf- ur þá, markaði hann með henni hið síð- ara lífsstarf sitt: afnám þrælahaldsins. Hann hafði kvænzt og lifði hamingju- sömu fjölskyldulífi. En þjóð hans og einkum negrarnir þörfnuðust hjálpar hans á öðrum vett- vangi. Abe kjörinn forseti. Þann 9. maí 1860 komu kjörmenn Sam- ríkisflokksins í Illinois saman í stórri trébyggingu („Wigwam") í borginni De- caton. Þeir ætluðu að tilnefna frambjóð- anda til forsetakosninganna. Rétt áður en umræðurnar áttu að hefj- ast sagði fundarstjóri: „Hérna fyrir utan stendur gamall „demokrat". Hann biður um leyfi til að fá að koma inn. Hann er með eitthvað, sem hann vill sýna okkur.“ „Við skulum sjá hvað hann er með,“ var hrópað. Og nú kom inn John Hanks, gamall vinur Abe Lincolns. Hann bar stærðar spjald, sem var fest á tvo gerðisstaura. Á spjaldinu mátti lesa: Tveir af hinum mörgu gerðisstawrum, sem þeir ABRAHAM LINCOLN og JOHN HANKS klufu á Sangumonsláglendinu áriÖ 1830. Gerðisstaurunum var fagnað með dynj- andi húrrahrópum. „Ræðu, ræðu,“ hrópuðu menn. „Við vilj- um fá að heyra viðarhöggsmanninn tala. Abe gamli verður að láta til sín heyra.“ Lincoln steig í ræðustólinn. Hann var alveg utan við sig, en brosti þó og sagði: „Herrar mínir! Þið viljið víst fá eitt- hvað að vita um þessa náunga (hann benti á staurana). „Þannig er mál með vexti, að við John Hanks höfum í raun og veru klofið svona staura í Sangamon. En í sannleika sagt verð ég að viðurkenna, að staurarnir, sem við klufum, voru miklu betri en þessir tveir. 1 dag get ég klofið þá enn betur.“ Aftur heyrðust hrifningaróp frá áheyr- endum, og það var einróma ákveðið að hafa Abe í framboði. Endanlegt kjör fór fram á miklu móti í „Wigwam“ í Chicago. 25.000 kjörmenn voru á staðnum. Fleiri kandidatar voru í kjöri, en að lokum stóð baráttan milli Lincolns og' senators nokkurs, sem. Se- ward hét. Mennirnir frá Illinois voru auð- vitað ákafir stuðningsmenn Lincolns. Þeii' voru fullvussir um dugnað hans. I fyrstu umferð fékk Seward flest at- kvæði. I annari umferð fékk Lincoln flest atkvæði, önnur atkvæði dreifðust á marga frambjóðendur. Við aðra atkvæðagreiðslu stóð á fætur sá sem orð hafði fyrir kjör- mönnum frá Vermont og sagði: „Vermont leggur sín 10 atkvæði til stuðnings kappa vestursins, Abraham Lin- coln.“ Þessum orðum var svarað með miklurn fagnaðarópum og nú var Lincoln og Se- ward orðnir nokkuð jafnir, en hvorugui' þeirra hafði þó meira en helming atkvæða samkomunnar. Það varð því að kjósa í þriðja sinn, og nú náði Lincoln kjöri. Framh. * 102 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.