Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 7
geð að taka að mér skepnu af þessu tagi sem dráttardýr, en við því er víst ekkert að gera.“ Taban virti þá fyrir sér með pírðum aUgum, sem glóðu af innibyrgðu hatri. — Mennimir tveir gengu út úr tjaldbúð- unum. Fleiri komu á eftir í nokkurri fjar- lægð. Fyrri eigandi Tabans hélt á svipu S1nni. Hinn maðurinn — nýi húsbóndinn hundsins — bar aktygin, og svipu sömu- leiðis, sem var harla lík þeirri sem Taban hafði komizt í beztan kunningsskap við um dagana. ..Tú skalt bara ekki láta blekkjast af honum, Billy,“ sagði fyrri eigandinn. »,Gakktu beint að honum, og ef hann glefs- ar eða fitjar upp á trýnið, þá gefðu honum einn á snoppuna, svo hann láti undan.“ „Ég hef nú ekki hingað til látið hræð- ast af hundkvikindi," svaraði Billy róleg- Ur- Hann gekk festulega nær, og hélt á taumunum í vinstri hendi, en svipunni í þeirri hægri. Taban leit undrandi á mann- lnn. Hingað til hafði enginn lagt á hann aktygi nema húsbóndi hans. Það skyldi heldur engum. öðrum leyfast eftirleiðis. Taban aðvaraði manninn í tæka tíð. Éankkahárin risu, og annað eyrað hvarfl- ahi aftur á við. En áfram hélt maðurinn ah nálgast með taumana í höndunum. „Taban!“ sagði maðurinn í skipunar- tóni, en Taban sá ekki herra sinn þar sem Þessi ókunni maður var. Hann urraði gu'imnidarlega og hljóp upp til að bíta ^nanninn á barkann. En hann hafði gleymt hlekkjum sínum. Teir gripu í hann í miðju stökkinu, svo hann nam staðar með dynk. Hann féll um holl, og áður en hann gæti risið á lapp- n’nar var maðurinn búinn að kasta sér yfir hann af fullum þunga. „Rólegur, karlinn!“ Það var engin reiði, enginn ákafi í rödd mannsins, aðeins eitil- Mrð skipun. Hálsbandinu var smeygt yfir aus Tabans og fest á sinn stað yfir um lei’ðarnar. Andai*tak var haus Tabans H E I M I L I S B L A Ð I Ð laus undan okinu, og eldingarsnöggt sneri hann honum og glefsaði í hanzkaklædda höndina sem hélt honum föstum. En í sama vetfangi reið pískurinn yfir hann þveran, svo hann skalf undan sviðanum af högg- inu. Hann rotaðist að nokkru leyti og vissi ekki vel af sér um stund, en þegar hann jafnaði sig að nýju, var hann kominn í nýja tauma, næstsíðastur í alls ókunnu hundaforeyki. Taban reis á fætur hálf-reikull, stóð kyrr og dinglaði rófunni. Það var einhver sem hló, og Taban leit um öxl, og um leið óx hatur hans að nýju, og rauðbrydd aug- un skutu gneistum. „Hann hefði hoggið af þér höndina, Billy, ef Eddy hefði ekki verið svona snar með svipuna,“ sagði einhver. „Það hefði þá verið sjálfum mér að kenna,“ gegndi Billy. „Ég vissi hvernig hann var og hefði ekki átt að gefa hon- um þennan höggstað á mér. En vettling- arnir hjálpuðu mér. Jæja, þá er að hugsa um að komast af stað.“ Hann sneri sér að eykinu og keyrði langa svipuna með há- um skelli yfir hundahópinn þveran. „Svonanú!“ kallaði hann. „Af stað, pilt- ar!“ Hann veifaði mönnum sínum með hanzkaklæddri hendinni, þar sem þeir stóðu á elfarbakkanum, og lét síðan svip- una aftur smella. „Áfram nú — áfram með ykkur, áfram!“ Kippur, gamli forystuhundurinn, rykkti í. Taumarnir strengdust, og Taban, sem enn var hálf-ringlaður eftir rothöggið, hálfvegis drattaðist með fyrstu sporin. Þá rykkti hundurinn fyrir aftan hann í taum- inn honum til hvatningar, og Taban lét ekki á sér standa. Að kvöldi sama dags, þegar tjaldað var, veittist Taban að Pete — aftasta hundin- um -— og beit hann rækilega í herðakamb- inn. Við það voru þeir kvittir í það skipt- ið. En Taban fékk þetta launað af nýja húsbóndanum, ekki með svipuhöggi jrfir 79

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.