Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 13
Ætfjarðarkvæði
Tak þú, maSur, ahra alla,
aldingarSa, blóm og skóga. —
Gef mér Island, — græna hjalla,
gef mér fjöll, með útsýn nóga,
yfir lífiS, landiö, hafið,
Ijósi minna drauma vafið.
Fyrir eitt af Islands fjöllum —
æsku minnar drauma heima.
skipta vil eg auði öllum,
öllu, er frjóu löndin geyma. —
Búa ofar þoku og þrautum,
þýmennskunnar fjarri brautum.
Handskrift mína hér eg skrái;
hallir, borgir, sléttur, skóga, —
allt eg gef, svo fjallið fái,
fjallabyggð með jökla nóga.
Eigðu, bróðir, borg með höllum,
byggð eg kýs hjá reginfjöllum.
Gef mér fjallið, gef mér tindinn,
oefa skal eg þér akra frjóa.
Gef mér jökul, jökulmyndin
jafngild er við græna skóga.
■— Otursgjöldin eg skal gefa,
ekki um jarðakaupin þrefa.
Fá mér aftur fríða tindinn,
fjállabrún hjá sólarvangi,
þar sem hlíðin, lautin, lindin,
Ijúft mig vöfðu ástarfangi.
Þar er svölun þyrstur fann eg,
þar sem fyrst af kærleik brann eg
Upp í dölum, fram til fjalla,
faðmi vafinn hvítra tinda,
dvelja vil eg álla daga,
dreypa á veigum tærra linda. —
Heitum tárum hjamið þíða
hagsæld ef það jyki lýða.
Efsta tindinn einkum þrái eg,
andrúmsloft, er vængi býr mér;
þar sem andans óðul má eg
yrkja, — þangað hjartað snýr mér.
Eignast landsins undra tóna,
öræfanna kirkju þjóna.
Ták, því, maður, akra álla,
aldingarða, blóm og skóga,
gef mér ísland, græna hjalla,
gef mér fjöll, og útsýn nóga,
yfir lífið, landið, hafið,
Ijósi minna drauma vafið.
Jónas A. Sigurðsson.
H E I M I L I S B L A Ð I Ð
85
L