Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Page 14

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Page 14
SKUGGINN Framhaldssaga eftir George Owen Baxter Hún hljóp til hans, greip báðar hend- ur hans og hélt þeim í sínum. Hann laut áfram til að kyssa hana, en þá sleppti hún óðar takinu og dró sig tii baka. Hún stóð spölkorn frá honum í myrkrinu, og þegar hann ætlaði að koma nær, aðvar- aði hún hann með bendingu. „Þetta máttu ekki,“ sagði hún í skip- andi róm. ,,Þú veizt, að svona máttu ekki haga þér, — þá verð ég að láta þig fara. En segðu mér, hvernig þetta hefur allt saman gengið til, aumingja Jim. Hvernig þú ert orðinn heilbrigður aftur og hvern- ig • • •“ Hann beið svolitla stund, þangað til hann var búinn að jafna sig eftir geðs- hræringuna, sem návist hennar olli hon- um. ,,Ég hélt fyrst, að þú hefðir hjálpað þeim til að narra mig í þessa gildru,“ sagði hann svo. „Það hef ég haldið svo að segja allan þenna tíma. En þegar ég kom aftur, og þegar ég sá húsið hérna, þá vissi ég undir eins, að þú mundir ekki geta verið svo undirförul. Þú hefðir getað sagt ,,nei“, að þú vildir ekki mæta mér; þú hefðir aldr- ei getað látið menn sitja í launsátri fyrir mér.“ Honum datt í hug dauði maðurinn í skóginum, sem hafði sagt honum sann- leikann, og hann var þakklátur fyrir, að það skyldi vera myrkur, svo að hún gæti ekki séð andlit hans. „Ég vissi, að þú mundir koma fyrr eða seinna, og koma þessari vitleysu úr höfð- inu á þér,“ sagði unga stúlkan. „En áður en þú segir mér nokkuð, segðu mér þá, hvernig þú slappst út úr veitingahúsinu, Jim,? Var það bréfið mitt, sem kom þér til að grípa til þessa örþrifaráðs til að bjarga þér? Var það bréfið?“ Þannig var það! Hún hafði skrifað hon- um. Og hún hafði kastað því inn í her- bergið, þar sem Tom var. Skugginn beit saman tönnunum. En það var ekki vert, að hún hitti þenna bíræfna, unga mann. Hún elskaði fífldirfskuna um fram allt. Það mesta og bezta í heiminum var í henn- ar augum hetjuskapur! Þess vegna var hún líka hrifin af Skugganum, þessum hræðilega manni. Af því hlustaði hún ekki á þær voðalegu sögur, sem gengu af hon- um. Hann var hugrakkur, og það áleit hún fremra öllu. En hvað mundi hún segja, hvað mundi hún hugsa og gera, ef hún hitti mann einS og Tom Converse, mann, sem ekki hafði blettað fortíð sína með öðru en því, sem Skugginn hafði með bragðvísi komið á? — Hvað átti hann eiginlega að segja henni viðvíkjandi flóttanum af veitingahúsinu ? Átti hann að þora að segja henni frá þeim grikk, sem hann hafði gert Tom Converse? Nei. Hann vissi, að ef hún fengi að vita, hvernig hann hafði komið fram við Tom Converse, þá var það áreiðanlegt, að hún fyrirleit hann allt lífið. „Auðvitað var það bréfið þitt, Sylvía," svaraði hann. „Það hefði ekkert annað get- að komið mér til þess. Ég var alveg að gefast upp á öllu saman, þreyttur á lífinu og öllum, þangað til ég fékk bréfið fi'á þér. Þá reyndi ég að gera það, sem ég gah — já, og nú sérðu, hér er ég kominn. Ég 86 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.