Heimilisblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 25
1 andlitinu var sambland af hræðslu og
undrun; hann lék svo dásamlega, að allur
oi'unur hvarf á augabragði. Og hláturinn
°niaði allt í kringum hann.
„Jæja, þið getið tekið þetta fyrir gam-
an,“ sagði Tom og dró andann léttara, —
”en það er ekkert gaman fyrir mig að vera
tekinn fyrir Sukggann. Mig langar ekki
að fá kúlu í gegnum hausinn, áður en
eS gæti sagt til mín. En hvernig er það
annars, er ég svona líkur Skugganum eða
hvað?“
„Þú skalt spyrja Mr. Williams, Skugg-
lnn hefur einu sinni ráðist á hann.“
Hvítskeggur einn, sem hafði verið ógur-
iegastur ásýndum af þeim öllum, gekk nú
fi'am hálf hrifinn af að láta taka eftir sér.
„Ég stóð bara og beið eftir, að þið, ungu
niennirnir, hefðuð lokið ykkur af,“ sagði
híinn. „Þessi maður er ekki líkari Skugg-
anum en ég. Skugginn er minnst tveim
bunilungum hærri og töluvert gildari. Og
^aptain — Captain, það er annað mál,
mér sýnist hestarnir mjög áþekkir ...“
„Hg hélt, það liefði verið eftir sólarlag?“
Sagði rödd í hópnum.
„Sólin var ekki alveg gengin undir. Það
Var nógu bjai't. Ég get sagt ykkur það
sH'ax, að þetta var rangt hjá ykkur, en
mei' fannst gaman að láta fara um ykkur
svolítið.”
„Jæja,“ sagði Tom Converse, „nú verð
ég að fara og reyna að ná tali af sheriff-
anum. Kannski ætti að setja auglýsingu
á bakið á mér um, að ég væri ekki Skugg-
inn.“
„Það er hestinum að kenna,“ sagði gamli
maðurinn. „Hestur Skuggans heitir Cap-
tain og er kastaníubrúnn með svörtum
blettum. Það er ekkert sérstæður litur.
En reyndu nú að hitta Joe Shriner. Það
er hann, sem er sheriffi hér í þorpinu og
hefur lyklavöldin að tugthúsinu."
Nokkrir ungir menn vísuðu Tom niður
götuna að fangelsinu og yfirgáfu hann svo.
Það var svo sem auðséð, að þetta var
fangelsi. Það leit þannig út eins og það
mundi aldrei sleppa þeim manni, sem það
væri búið að ná inn fyrir sína veggi á ann-
að borð.
Hár, herðabreiður og mikilfenglegur
maður kom út á dyraþrepið og stóð þar
og glotti. Tom Converse leit upp og vissi
samstundis, að þessi maður var enginn
annar en Joe Shriner sjálfur — hinn
hræðilegi Joe Shriner. Hann sá einnig, að
hann mátti vera vel á verði, ef hann átti
að geta leikið á þenna náunga. En hann
var kominn til að sækja Benn í tugthúsið,
og hann skyldi líka ná honum út, hvað
sem það kostaði.
Framh.
11 ^ 1 M 1 L I S B L A Ð I Ð
L
97