Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 6
tannanna, stóð þannig og starði á tómt spjótið. Honum hafði misheppnazt atlag- an . . honum, sem var snjallastur manna í spjótaköstum á öllu fljótssvæðinu. Þetta skildi hann ekki. Félagi hans leit á hann, auðsjáanlega grallaralaus. ,,Þú ættir víst að fara að koma þér í kaupstaðinn til þess að fá þér gleraugu, jafnvel kíki, Bill, eða hvað?“ sagði hann ertnislega. Bill ráðlagði honum hinsvegar að koma sér í annan stað — og heitari — en kaup- staðinn. Og flatbytnan skreið áfram um vatnsflötinn á meðan fiskarnir fengu tóm til að jafna sig eftir þessa dularfullu upp- ákomu. Ástæðan fyrir óheppni spjótkastarans var sú, að stóri laxinn var ekki rólegur eins og hinir fiskarnir. Hann fann fyrir eymslum af sári sínu og í rauninni dró það úr lífskrafti hans. Hundruð lítilla sníkjudýra höfðu setzt að í því og ollu brennandi sótthita, sem erti hann og angr- aði óaflátanlega. Hann hafði nálgazt flat- bytnuna og blysbjarmann, þar sem hann hafði verið að synda um í eirðarleysi sínu. Hann vildi í átt þangað, án þess hann gerði sér grein fyrir hvers vegna. Ef fisk- ur var fyrir honum, ýtti hann harkalega við honum, óþolinn eftir því að komast áfram í bjarmanum. Það var þó einnig þessi eirðarlausa óró sem barg lífi hans. Um leið og maðurinn kastaði spjóti sínu fann laxinn fyrir nístandi sársauka aftur við sporðinn, þar sem önnur grein spjóts- ins hafði náð að veita honum svöðusár, djúpt og blæðandi. Gripinn ofsahræðslu og jafnframt læknaður af allri forvitni um þetta dularfulla ljós lagði stórlaxinn af stað á hraðri ferð upp mót straumn- um og linnti ekki fyrr en hann hafði synt fjórðung mílu og var langt burtu frá hinu dularfulla og óheillavænlega fyrirbæri. En þá fór honum að finnast hann vera undarlega þreyttur, já, furðu úttaugaður eftir ekki lengra sund en þetta, þótt snöggt 114 væri. Honum var það alls ekki ljóst, að fyrra sárið með öllum sníkjudýrunum og hið síðara, sem olli drjúgum blóðmissi, dró smám saman úr kröftum hans ... Og þrátt fyrir allt þetta hélt hann áfram, knú- inn óheftri eðlisávísun, áfram í áttina að eftirlætis-stöðvum sínum. Hann leyfði sér aðeins að hvílast örstutta stund, til þess að safna kröftum, og hélt síðan upp í nýjan áfanga, langt á undan öllum hin- um, í sóttkenndri ákefð. Þannig hélt hann áfram alla nóttina, og allan næsta dag, þar til að kvöldi vai' komið. Þá var hann kominn að djúpa hyln- um undir fossinum háa. Hér myndi hann undir öllum öðrum kringumstæðum hafa gert stanz til þess að búa sig undir mestu þrekraunina: að sigrast á fossinum . • • Þetta var síðasta og langmesta hindrunin í öllu fljótinu, einskonar þvergirðing úi' vatni og af slíkri fyrirferð, að einungis stærstu og sterkustu fiskar voru þess uiO' komnir að sigrast á henni. En hinn særði stórlax var nú of sárt leikinn og einóð- u r til þess að gefa sér tóm til hvíldar. í hylnum miðjum stakk hann höfði og herð' um upp úr vatninu, eins og til þess að virða vatnsflauminn enn betur fyrir sév, tók síðan öflugt tilhlaup og slöngvaði séi’ átta eða tíu fet upp í loftið, hæfði strauni' þungann örfálum fetum fyrir neðan efsta brún og smjó með öllum þunga og í eiO' beittri gormsveiflu líkama og sporðs sjálfa hina þéttu og straumþungu vatnssúlu. Ea — hann hafði ofmetið sinn eigin mátt- Rétt fyrir neðan brúnina, þar sem vatnið steyptist fram. af stallinum, varð hanO að láta undan síga. 1 næstu andrá sentist hann niður í háværan nornaketil og iðO' röst hylsins fyrir neðan. ■ Hann var hálfvegis utan við sig þeg^1 hann var kominn út í dýpra vatn þar seP1 straumurinn var ekki eins þungur, og þ;l1 lét hann fyrirberast um sinn, til þess ^ safna kröftum í nýja átakatilraun. Vei’t' urinn í sárunum hindraði hann þó í því HEIMILISBLAÐl^ A

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.