Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 30
„Þeir reka hann í gegn meðal fólksfjöl- ans,“ sagði annar. „Þeir setja eitur í matinn hans,“ sagði sá þriðji. „Þeir skjóta hann, þegar hann heldur innreið sína,“ sagði sá fjórði. Þegar hann fór frá Springfield kvaddi hann vini sína með hjartanlegri ræðu: „Byggðinni hér á ég það að þakka, hvað úr mér hefur orðið. Hér hef ég búið í 25 ár og átt goða daga. Hér eru böm mín fædd og hér hvíla jarðneskar leyfar eins þeirra. Ég veit ekki, hvort við sjáumst aftur, kæru vinir. Ég hlýði skyldu minni, sem kannski er þyngri en lögð hefur verið á herðar nokkurs annars manns síðan á lögum Washingtons. Á hinum erfiðu tím- um, sem framundan eru, set ég allt mitt traust á almáttugan Guð. Kæru vinir, biðj- ið fyrir mér, að Guð sendi mér kraft sinn, annars get ég ekki sigrað." Þrátt fyrir skipulagðar morðtilraunir óvina hans fengu þeir ekki í þetta sinn að taka líf hans. Borgarastyrjöld. 1 fjögur ár enn fékk hann að lifa, til þess að Ijúka ætlunarverki lífs síns. Árið 1859 gerðist atburður, sem benti til að borgarastyrjöld brytist út. 1 Norð- urríkjunum var fjöldi göfugra manna heiftugir út í þrælahaldið og hefðu fús- lega gripið til vopna til þess að frelsa negrana. Skipstjóri nokkur að nafni John Brown, kominn af enskum landnemum, og sem hafði erft hermennsku-hugrekki forfeðra sinna, ákvað að liefja baráttuna. Nú var ritað og rætt um þetta mál. En það virt- ist ekki duga til. Honum fannst, að sér- hvert mikilvægt og gott málefni gæti því aðeins náð fram að ganga, ef einhverjir vildu fórna öllu fyrir það, já, jafnvel líf- inu. Hann og 17 hvítir menn og negrar ruddust með ófriði inn í þrælaríkið Virg- iniu, tóku lítinn bær og vopnabúr her- skildi og byrjuðu að safna að sér stroku- þrælum. Sveit hermanna, 1500 manna, var send gegn þeim. En Brown og hið fámenna lið hans varðist hraustlega. Synir hans féllu við hlið hans og sjálfur gafst hann ekki upp fyrr en hann hneig niður, særð- ur sex sárum. Hann var dæmdur til dauða sem uppreistarmaður og hengdur. Hann tók örlögum sínum með stillingu. Á leið- inni til gálgans tók hann lítið negrabarn, sem virti fyrir sér þessa einkennilegu fylkingu, og kyssti það. En um öll Norð- urríkin var hann talinn píslarvottur. Dauði hans kveikti eld í sálu margra, sem frani að þessu höfðu leitt hjá sér mál negranna. Um öll Norðurríkin sungu menn: „f kaldri gröfinni grotnar lík Johns Bro „I kaldri gTöfinni grotnar lík Johns Browns, en andi hans Iæðist yfir jörðina." Leiðtogar Suðurríkjanna trúðu því alls ekki að til styrjaldar kæmi, þótt Suður- ríkin segðu skilið við Norðurríkin. Þeii' hugsuðu sem svo, að peningarnir væru guð fólksins þar. Þegar til kastanna kærni myndi það því lofa Suðurríkjunum að sigD sinn sjó. Einn embættismaður Suðurríkj- anna bauðst meira að segja til að drekkn allt það blóð, sem úthellt yrði í slíkri styrjöíd. Svo öruggir voru þeir um að friður héldist. Og þótt til styrjaldar kæmi voru íbúai' Suðurríkjanna vissir um sigur sinn. Ekru- eigendurnir og verkstjórar þeirra von1 vanir að nota byssur, bæði gegn mönnuP1 og skepnum. Hermálaráðherra, sem studdi þeirra mál, hafði byrgt þá upp af skot- vopnum og skotfærum. Þeir áttu líka dug' andi og göfugan herforingja, Lee herS' höfðingja, sem barðist ekki fyrir þræla' haldinu, en honum fannst, að hvert ríki ætti að vera sjálfstætt. Norðurríkjamenn voru ekki vanh' vopnaburði. Loksins eftir langa mæðu tókst hinum duglegu hershöfðingjuru- 138 HEIMILISBLAÐI^

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.