Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 24
byssuna á lofti. Með reiðiöskri þaut Plummer í g-egmim litla anddyrið og út á dyraþrepin. Með því að líta einu sinni niður eftir götunni sá Tom, að nú var hver sekúnd- an dýrmæt. Fólkið hljóp fram og aftur. Frá veitingahúsinu kom það hlaupandi í áttina til hans. Hann sá einnig, að þar var kominn gestur hinum megin við göt- una,beint á móti fangelsinu. Af forvitni hafði hann stokkið af baki til að vita, hverju þetta sætti. Hesturinn var grár, háfættur og allur fallegur að sjá, en eig- andinn skálmaði inn í búðina með byssuna í hendinni. Tom var sem fyrr fljótur að ákveða sig. Því hann stökk í einu kasti niður þrepin. Það fyrsta var að koma Benn á bak Cap- tain. Svo varð hann að ná þeim gráa hin- um megin götunnar. „Farðu á bak þessum hesti,“ skipaði hann Benn. „Hamingjan góða,“ sagði Benn og greip andann á lofti. „Captain! Svo . . . svo þú ert . . . ?“ „Skugginn, ef það getur komið þér af stað. Flýttu þér á bak og út úr básnum, skilurðu það?“ Eldfljótt augnatillit, fullt af aðdáun og virðingu, var svarið, sem. Tom fékk frá Benn, því tíminn var naumur. Hann veif- aði hendinni til merkis um, að hann væri tilbúinn að ríða gegnum víti, ef Skugginn skipaði honum það og stökk á bak Captain. Þegar Tom kom niður á götuna, sneri hann sér við og sá Benn steita hnefann í áttina til veitingahússins. Svo hljóp hann yfir götuna, hann sá gestinn og kaup- manninn miða á sig byssum gegnum glugg- ann. Hann skaut í efstu rúðuna, og brotin voru ekki öll dottin, er þeir beygðu sig niður. Þá langaði ekki til að vera skot- mark Skuggans. Það heyrðust skothvellir niðri á göt- unni, það var skotið úr gluggum og dyr- um, enda sendi Tom þeim nokkur skot á móti. Hann miðaði hátt til að láta þá vita, að hann væri með skammbyssu, og réttast væri fyrir þá að gæta að sér. Ómeiddur náði hann Grána. Á næstu sekúndu sat hann í hnakknum. Um leið kváðu við bölbænir innan frá búðinni, þar sem gesturinn sá, að hann fengi að súpa seyðið af þessu. Hann hefði ekki brugið svona við, ef hesturinn hefði ekki verið jafn góður og hann leit úr fyrir að vera — eða jafnvel betri. Tom sneri hestinum og þaut eins og öi' niður götuna, og skotin hvinu allt í kring- um hann. Einungis var það heppnin og flýtirinn, sem höfðu bjargað Tom frá morðkúlum þessum. Varla hafði maðurinn, sem vai’ að leita að Joe Shriner, byrjað að kalln uppreisnina, þegar Tom og Benn lögðu af stað út úr þorpinu. Þegar þeir beygðu fyrir götuhornið, voru þeir komnir í hlé fyrir kúlunum- Tom sá nú, að Benn beið eftri honum 1 stað þess að bjarga sjálfum sér. Tom gat ekki annað en virt það við hann, og þetta var fyrsta vinalega tilfinningin, sem hann fann til gagnvart þessum manni, sem hann hafði hætt lífi sínu fyrir. í fyrsta skipti sá Tom Captain á fei'ð- inni. Skepnan var jafn-undursamleg að sjá og vera á baki hennar, og þó hann hefð1 meir en nóg að hugsa þessa stundina, varð hann að láta eftir sér að dázt að hanS langteygða svífandi valhoppi, honuU fannst eins og það væri skuggi, sem svif1 áfram, en ekki líkamningur. Gráni vai' ekki jafn sveigjanlegur, þó hélt hann al' veg taktinum við Captain. Það var ekki að undra, þótt Skuggia11 á þessum hesti hefði getað hæðst að þeim- sem voru að elta hann sí og æ. í þorpinu hafði allt komist á ringiá' reið. Hófatakið og köllin heyrðust á ba^ við þá. Þeir voru komnir út á autt svseð1 og voru á fyrstu hæðinni, þegar þeir sá11 HEIMILISBLAÐl^ 132

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.