Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 12
að taka við starfi þar sem tvö lítil börn eru í heimili." Á meðan Freddie horfði á eftir mann- inum, tók hugsun að mótast með henni, en fyrst spurði hún: „Á hann enga ætt- ingja?“ Frú Brown hristi höfuðið. „Hann á bróð- ur einhvers staðar, það er allt og sumt. Ég hef sagt við hann, að hyggilegast væri fyrir hann að koma börnunum fyrir á barnaheimili; þá yrði þeirra gætt.“ Hugsun sú, sem kviknað hafði með Freddie síðustu mínúturnar, var nú orðin að ákvörðun. „Haldið þér hann gæti gert sér að góðu að fá migl“ ,,Y8url“ hrópaði frú Brown. „Já — ég get bæði eldað mat og tekið til, og ég gæti áreiðanlega annazt tvö lítil börn.“ Freddie var lærð hjúkrunarkona, og um þessar mundir beið hún eftir ráðningu í fast starf. Hún flýtti sér að bæta við: „Ég þoli ekki þetta aðgerðarleysi. Og hugs- ið yður, hvað þetta gæti haft mikla þýð- ingu fyrir börnin.“ Frú Brown virti hana fyrir sér andar- tak. Hún gat ekki látið vera að undrast það með sjálfri sér, hvers vegna ungfrú Warren var ekki löngu búin að gifta sig. Skýringin gat ekki verið önnur en sú, að Freddie hafði enn ekki fyrirhitt þann mann sem hún var ánægð með. Hún svar- aði: „Ég veit það satt að segja ekki — það yrði skelfilega erfitt.“ ,,Ég þarfnast þess að hafa eitthvað fyr- ir stafni,“ sagði Freddie. „Nú fer ég heim til hans og segi, að þér liafið sent mig.“ Frú Brown hló lítið eitt við og lét stúlk- una fá hefmilisfang mannsins: Reseda- húsið. Þetta fannst Freddie hljóma vel og lagði þegar af stað. Reseda-húsið var lítið, snotuii: einbýlis- liús, nýtízkulegt með grænum gluggahler- 120 um og rauðu tígulsteinaþaki. Það lá í út- jaðri bæjarins, nokkuð afskekkt, í dálitl- um garði. En þarna þurfti ýmissa aðgerða við. Það veitti ekki af að mála garðshliðið, málmlagningarnar á dyrunum virtust ekki hafa komizt í kynni við fægilög í háa herrans tíð. Á húströppunum sat óhreinn barnungi og ríslaði sér. Freddie gekk óhikað inn um hliðið og upp að húsinu. Litli drengurinn mændi undrandi á hana, svo breiddist bros yfii’ andlit hans. Freddie laut niður að honum. „Litli sóði!“ sagði hún lágt og hlýlega og tók að strjúka af honum mestu óhrein- indin. „Ég hef sagt, að hann megi ekki útata sig sisvona," sagði mjó rödd til hliðai' við hana. Þetta var lítil stúlka; hún bar svuntu og hélt á stórum kústi í hendi. „Ég er að sópa,“ sagði hún til skýring- ar. „Ert það þú, sem átt að vera hjá okk- ur? Pabbi sagði, að það myndi einhvei* koma bráðum, sem ætti að passa okkur.“ „Já, það er ég,“ svaraði Freddie. „Hvað heitir þú?“ „Ég heiti Sally — þetta er hann litli bróðir minn, og hann heitir Bill. Hann er fjarska erfiður," bætti hún við greind- arleg á svip. „Það segir pabbi líka.“ Freddie beygði sig niður og tók Billy litla upp. „Er pabbi heima?“ spurði hún- Sally kinkaði kolli. „Pabbi er inni að vaska upp,“ sagði hún. „Komdu inn . . • ” Hún stakk litlu höndinni sinni í lófa Freddie og dró hana með sér, og með Bil' á handleggnum og Sally við hlið sér kynnÞ Freddie sig fyrir Terence Northam. Hann stóð í eldhúsinu með svuntu og var að þurrka af diskum og bollum við vaskinn. Freddie stóð kyrr í dyrunum og horfð1 á hann. Henni fannst sem hjarta si^ opnaðist og Terence Northam og Sally liti3 HEIMILISBLAÐlP J

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.