Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 11
Of mikil tryggð
SMÁSAGA EFTIR JANET GORDON
|.Hamingjan góða!“ sagði Freddie við
sjalfa sig, þegar hún sá fólkið koma inn
1 &rænmetissöluna þar sem hún var að
störfum.
í*etta var líka mjög sérstætt fólk: Há-
Vaxinn ungur maður, fátæklega til fara
°g með hálfs annars árs gamalt barn á
mndleggnum og litla fjögurra ára stelpu-
^nátu hangandi í öðru frakkalafi hans.
örnin voru einnig mjög illa klædd; litlu
leyjurnar þeirra voru skakkt hnepptar
a þann hátt sem karlmenn einir geta
j=ei't sig seka um — og það voru göt á
Pumlum fingravettlinganna. Það var
Öttnung að sjá þau öll þrjú.
..Góðan daginn, frú Brown,“ mælti ungi
jPaðurinn. „Ekki vænti ég, að þér séuð
Unar að útvega mér neina heimilishjálp?"
Frú Brown hristi höfuðið. „Nei, því er
Uu miður. Þær eru ekki auðveldlega gripn-
ai , sem eru einhvers virði,“ og svo bætti
ln við: „En einhverja finnur maður alla-
Vega.“
Maðurinn kjölti lágt og pantaði kíló af
ai töflum. Þetta fékk hann afgreitt, og
^afmild kona grænmetissalans bætti
eim eplum ofan á, handa börnunum.
aou. þejrra lorosti og sagði: „Þúsund
a kir!“ Og síðan fóru þau út úr verzl-
nmnni.
”Já, það er sem ég segi!“ stundi frú
io\vn og studdi höndum á mjaðmir sér.
he an. hún umhverfis búðarborðið og
oi á eftir þeim gegnum rúðuna í dyr-
Uuni- ..Konur eru sannkallað illþýði!“
for'v^ð höfum gert nú?“ spurði Freddie
ég átti svosem alls ekki við yður,
I
M
ungfrú Warren," sagði frú Brown. „En
þarna fer þessi vesalings maður, sem bæði
gætir húss og barna. Konan stakk af frá
honum fyrir tveim vikum, hljóp frá eig-
inmanni og tveim börnum. Eg veit ekki,
hvernig maður getur varið slíkt.“
Freddie Warren horfði einnig á eftir
þeim. Þetta var hávaxin stúlka og ljós-
hærð, hafði fjóra um tvítugt og heyrði
því fólki til, sem er sjálfstætt að eðlisfari.
Hendur hennar voru hvítar, mjúkar og vel
snyrtar, en þær voru samt fjarri því að
vera iðjulausar, og henni var það Ijúft
að láta hendur standa fram úr ermum
þegar þess þurfti með. Kannski var þetta
orsökin, ásamt eðlislægu góðu hjartalagi,
fyrir því að hún hélt áfram að horfa á
eftir manninum og börnunum hans á með-
an kona grænmetissalans lét dæluna ganga.
„Hann heitir Northam,“ hélt frú Brown
áfram. „Og hann hafði fasta vinnu í nýju
verksmiðjunni skammt frá járnbrautar-
stöðinni. En svo fór hún nú á hausinn og
hann varð atvinnulaus, og nú er konan
hlaupin frá honum. Hún var með bíódellu
og vildi geta leikið, á sviði eða í mynd.
Þetta var trufluð manneskja, getur mað-
ur sagt, og það er nú mín skoðun, að hann
má prísa sig sælan að vera laus við hana;
en hann var ástfanginn af henni, og nú
stendur hann einn uppi og er enginn mað-
ur til þess. — Hann er að leita að nýrri
konu, til að annast heimilið og börnin,
og sjálfur er hann á snöpum eftir nýju
starfi, — en hann getur ekkert borgað
sjálfur, eins og komið er fyrir honum, og
þær eru ekki margar sem kæra sig um
ilisblaðið
119