Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 18
að, en var til þess að aðgæta, hvort ástæða væri til frekari grunsemda. Hann gekk niður dyraþrepin, til hests- ins, og fór orðalaust að athuga hann. Það rann kalt vatn milli skinns og hörunds á Tom Converse. Það gat vel verið hugsan- legt, að eitthvert einkenni væri á hest- inum, sem mundi segja frá, hvaða skepna þetta væri. Hið minnsta mark á einhverj- um hófnum, einhversstaðar á húðinni, þá ro.undi vera úti um hann á augabragði. En Joe Shriner fann ekkert athugavert, liann rétti úr sér og gaf þeim, sem höfðu safnazt í kringum hann, bendingu um að fara, og svo gekk hann hægt upp dyra- þrepin aftur. ,,Það þarf ekki svo mikið til þess að ímyndunin hlaupi með fölk í gönur,“ sagði hann. „Allt af þegar það sér svona hest, heldur það, að þarna sé Skugginn. Eins og Siíugginn mundi voga sér inn í þorpið um hábjartan daginn!“ Og það var eins- konar bros sem kom á andlitið á honum. „Það gerði hann nú í gær,“ sagði Tom. „Það er líklegast vegna þess, að fólk býst við því sama í dag. En það þorp hafði heldur ekki annan eins sheriff og Joe Shriner." Sheriffinn afþakkaði hrósið með lítilli handbending-u. „Komdu inn fyrir,“ sagði hann. „Eg hef fengið mér nýjan kassa af Havana- vindlum, sem óþarfi er að fýla grön við. Komdu og fáðu einn og segðu mér eitt- hvað frá Carywille. Þar var ég á bemsku- árum mínum.“ Tom sagði ekki neitt fyrst í stað, en lét Joe Shriner hafa orðið. Það mundi koma sér vel. „Ég hugsa oft til Craywille," hélt Shrin- er áfram. „En ég efast um, að nokkur muni eftir mér þar ennþá.“ Tom var ekki seinn að svara eins og Shriner vonaðist eftir, nefnilega mótmæl- andi: „Hvort þeir muna eftir yður?“ sagði hann. „Enn þann dag í dag gorta sumir af að hafa fengið glóðarauga af Shriner sjálfum.“ „Jæja?“ sagði sheriffinn, auðsjáanlega mjög ánægður. „Já, já, maður var nú held- ur baldinn í þá daga.“ Þeir gengu gegnum margar dyr með þungum hurðum fyrir og síðan eftir mjó- um gangi, og loks inn á skrifstofuna. Það var það skuggalegasta herbergi, sem Tom hafði séð á sinni ævi. Það var í raun og veru ekki annað en fangaklefi eða réttara sagt búr úr stálstöngum, sem mynduðu eins og net í loftinu. Tom hálf hikaði við áður en hann gekk inn. Svo féll hurðin á hæla honum og söng í málminum um leið. Hann sá á augnaráði sheriffans, að enn eimdi eftir af grun, svo hann flýtti sér að segja: „Þetta líkist svo fangaklefa, að ég var hálf smeykur að ganga inn fyrir," sagði hann hlæjandi. Sheriffinn kinkaði kolli með dramblátu brosi. „Yfirleitt er það þannig með fólk, þegar það kemur hingað, að það verðui’ hálf hrætt. Mér finnst gaman að sjá á því hræðslusvipinn, þegar það kemur inn. En hvað sem því annars líður, þá hef- ur enginn fanganna komizt út gegn urn skrifstofu mína.“ Til þess að veita orðum sínum meiri áherzlu, sló hann með heljarafli í borðið. „Nei,“ sagði Tom með aðdáunarróm- „Það er enginn svo heimskur, að hann reyni að strjúka út í gegn um skrifstofu Joe Shriners.“ Sheriffinn brosti. Hann 'fann áreiðan- lega mikið til sín eftir þessa viðurkenn- ingu frá hinum unga manni. „Að minnsta kosti hefur enginn komizf héðan út síðan ég tók við umsjón fanga- hússins. Ekki einn einasti, skilurðu það. Áður fyrr laumuðust þeir í burtu þrír og fjórir á hverjum tveim mánuðum. Það ei' ekki af því, að þetta séu allt eintómir inn- brotsþjófar, sem hér eru. Nei, það erU allt aðrar tegundir. Ég gæti sýnt þér dá- laglegan hóp . . . “ 126 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.