Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 14
það var allt verk Freddie — og hann sagði:
„Það eina sem ég lifi fyrir er sú von, að
Dahlia muni hverfa heim aftur.“
Freddie sagði ekki orð. Hún beit á vör
sér og hraðaði sér fram í eldhúsið, en
tárin ollu þoku fyrir augum hennar. —
Þar sem ísinn var einu sinni brotinn,
var eins og Terry væri aldrei búinn að
tala nóg um Dahliu sína. Darhliu hefði
ekki verið um þetta eða hitt gefið; Dahlia
hefði glaðzt af því að sjá bömin með þess-
ar litlu, hvítu svuntur með rauðu útsaum-
uðu ðrósunum — sem Freddie hafði gert.
Daliliu myndi hafa þótt matur Freddie
góður, kökurnar hennar og sultutauið dá-
samlegt . . .
Freddie hefði getað æpt framan í hann:
Já, hún hefði sjálfsagt verið hrifin af
þessu öllu, öllu því sem aðrir hefðu gert
fyrir hana. En hvers vegna gerði hún
aldrei neitt á meðan hún hafði tækifæri
til þess? Hún hefði sjálf getað saumað
utan á börnin, hún hefði getað búið til
góðan mat. En hún nennti því ekki. Hún
vildi ekki ómaka sig til slíks.
En Terry varð ekki við bjargað í hug-
uninni um dökka lokka Dahliu sinnar, end-
urminningunni um hvíta armleggi hennar
og heillandi brúnu augun. Á kvöldin sat
hann við að skrifa Dahliu bréf, hverja örk-
ina eftir aðra, og biðja hana um að snúa
til sín aftur.
Svo var fyrir að þakka því góða atlæti,
sem hann átti nú við að búa, að hann fór
aftur að finna fyrir eðlilegu sjálfstrausti;
hús hans var vel hirt, börnin líka og hann
sjálfur. Honum fannst alveg óskiljanlegt,
ef Dahlia fengist ekki til að hverfa heim
aftur . . .
Freddie fór að fá það á tilfinninguna,
að Terry áliti allt sem hún gerði í húsi
hans sem einskonar undirbúning að því,
að Dahlia gæti snúið heim á ný og komið
að heimili sínu í viðunandi ásigkomulagi.
Að hún væri með öðrum orðum að hlú að
122
hreiðrinu fyrir Dahliu, svo að allt væri
til reiðu, þegar henni þóknaðist að koma
heim.------
„Nú getur hugsast að ég fái atvinnu,"
sagði Terry við hana einn daginn, „því
þeir eru að hugsa um að hefja verksmiðju-
reksturinn að nýju.“ Hann þagnaði and-
artak, síðan kom á hann þessi svipur sem
jafnan varð þegar hann minntist á Dahliu,
enda bætti hann við: „Og þá fer ég og
vitja Dahliu . ..“
„Haldið þér, að hún verði hamingjusöm
hér ?“
„Já, eftir að þér hafið fengizt á heim-
ilið, Freddie. Þér hafið gert kraftaverk.
Því skal ég aldrei gleyma. Dahlia verður
glöð af því að vera hér, úr því að þér
eruð hér.“
„Eigið þér við, að ég verði hér áfram
eftir að konan yðar er komin heim aftur?“
Hann virti hana fyrir sér. „Já, því ekki
það?“
„Það getur ekki orðið um slíkt að ræða.“
Terry varð langleitur í framan. „Nú,
en ekki farið þér að yfirgefa okkur núna.
Hvað gætum við gert án yðar? Börnin . . ?“
Augu Freddie fylltust tárum, en hún
var róleg þegar hún svaraði:
„Eg geri ekki ráð fyrir því, að konan
yðar kærði sig um það, að ég væri hér.“
„Jú, því nregið þér treysta. Það myndi
koma henni stórlega vel!“ hrópaði Terry
barnalegur. „Hún er vel til þess fallin
að búa við slíkt. En daglegri hússtjórn
hefur hún ekkert vit á. Hún elskar börnin
að sjálfsögðu, en hún verður iðulega þreytt
á þeim.“
„Ég get vel trúað því,“ svaraði Freddie
þurrlega.
Terry fékk atvinnuna, sem hann hafði
talað um, og dag nokkurn skildist Freddie,
að nú ætlaði Terry sér að fara til fundaí
vi Dahliu. Henni skildist það á þeirri óró,
sem hann var gripinn. Hann gekk óróleg'
ur um gólf í stofunum og greip myndii*
HEIMILISBLAÐlP
J