Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 17
SKUGGINN Framhaldssaga eftir George Owen Baxter XVII. Tom Converse frelsar Benn úr fangelsinu. Að Joe Shriner var maður í orðsins fyllstu merkingu, hafði Tom aldrei efast llln, af því að fólk nefndi nafn hans ætíð með svo miklum ótta. Og á andliti hans °“' vaxtarlagi var auðséð, hvílíkt ógurlegt ^fl og harka bjó í honum. . hað var stærilæti, grimmd og sjálfs- fi'aust í svip hans þarna, sem hann stóð a þrepum fangelsisins, þar sem hann var hinn ógurlegi einvaldur. Carlton-fangelsið °£ *ðsti maður þess líktust hvort öðru. Ilæði voru þau jafn fráhrindandi. Sjálfs- [raust Tom Converse virtist minnka við P6ssa valdsmannlegu mynd, þó sagði und- 11 '’itundin honum, að Shriner mundi einn- hnfa snögga bletti, sem hægt væri að 1Jtta á, þó líkaminn væri eins og úr járni. minnsta kosti þýddi ekki að hika þessa stundina. Tom varð að vera djarfur og e*nbeittur, ef nokkuð átti að ávinnast. Hann stökk af baki, hljóp upp þrepin og staðnæmdist brosandi fyrir framan þenna v°lduga mann. »Þér lítið út alveg eins og faðir minn /®ti yður fyrir mér, hinum mikla Joe rmer,“ sagði hann og reyndi að leggja cl ta sína aðdáun í augnaráðið. »Er það?“ sagði sheriffinn án þess svo ikið sem að lina á nokkrum drætti í and- iitinu. »Hver ertu, mætti ég spyrja?“ er sonur Tom Campbell í Cray- 1'p. Eg ætla til Waterbury, og pabbi sagði, ^ mætti til með að koma hér við og leilsa upp á Joe Shriner. „Hann er orð- ^HlMlL ISBLAÐIÐ inn mikill maður,“ sagði pabbi. „Þú verður að mæta honum með virðuleik“.“ „Hm!“ glotti hinn óraskanlegi og lét þessa viðurkenningu hverfa eins og dropa í haf hégómagirndar sinnar. „Ef þú ætlar til Waterbury, þá hefurðu farið meir en lítið út af stefnunni.“ „Það hef ég,“ viðurkenndi Tom strax. „En mér fannst það vera ómaksins vert,“ sagði hann með sínu undirgefna brosi. „Það er fallegur hestur, sem þú ertmeð,“ sagði Joe Shriner. „Við héldum fyrst, að þetta væri Skugg- inn, sem væri að koma!“ heyrðist allt í einu fyrir neðan dyraþrepin. Það var dreng- urinn, sem hafði fylgt Tom, og langaði til að vita, hvernig sheriffinn mundi taka honum. „Skugginn ...“ Það sljákkaði í Joe Shriner. „Skugginn — í Carlton?“ Tom Converse sá, að fyrst núna hafði þessum stóra manni dottið það í hug. Þrátt fyrir það þótt honum stæði ógn af Shrin- er, sá hann það, að hann var seinn að hugsa og þurfti sinn tíma til að leggja tvo við tvo og fá fjóra út. Svo Tom flýtti sér að segja, þegar hann sá hið tortryggna augnaráð, sem flaug frá honum til hests- ins: „Það væri þó óhugsanlegt, að Skugg- inn, þótt hugaður sé, hætti sér inn á land- areign Joe Shriners!“ Sheriffinn kinkaði kolli og heppnaðist að láta ekki of mikið á því bera, hve varið honum þótti í þessa gullhamra. Hann sneri höfðinu lítið eitt og horfði á Tom með því augnaráði, sem hefði getað verið velvilj- 125

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.