Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 32
Augu Lincolns fylltust tárum. „Geturðu selt blöð?“ spurði hann. „Það get ég víst ekki. Ég er enn sjúk- ur, en læknirinn sagði mér, að ég yrði að fara burtu úr sjúkrahúsinu, því að ég gat ekki borgað.“ Lincoln gat ekkert sagt meira. Hann tók spjald og ritaði á það: „Taktu þennan dreng að þér.“ Síðan rétti hann drengn- um það og sagði honum að færa það mann- inum, sem ætti heimilisfangið, sem hann hefði skrifað utan á það. „Nú áttu þó einn vin og það er ég,“ sagði hann við drenginn. Dag nokkurn stóð gömul kona með veiklulegt og þungbúið andlit í biðsalnum. Lincoln sagði vingjarnlega við hana: „Nú, kæra vina, hvað get ég gert fyrir yður í dag?“ „Herra forseti,“ sagði hún, „maðurinn minn og synir mínir þrír fóru í stríðið. Maðurinn er fallinn. Síðan hef ég mátt þola margt illt, ég er líka ein og hef enga hjálp. Væri nokkur von til þess að ég feng-i elzta soninn heim?“ Lincoln leit í sorgmædd augu hennar og sagði blíðlega: „Já, já, takið son yðar heim, þar sem við höfum tekið frá yður fyrirvinnuna." Hann skrifaði skipun um, að sonur ekkj- unnar fengi lausn frá herþjónustunni. Konan tók við henni um leið og hún þakk- aði hlýlega og fór. En þegar hún kom til herstöðvanna með skipun forsetans var sonur hennar í sjúkrahúsi; hann hafði særzt og dó ' skömmu síðar. Og aftur kom hin sorgmædda kona á fund forsetans. Hún sagði honum allt. „Ég veit, hvað þér viljið,“ sagði hann og settist niður við skriftir. Tárin runnu niður magra vanga konunnar, þar sem hún stóð við hlið hans og strauk blíðlega og m.óðurlega hár hans. Þá rétti Lincoln henni blaðið með und- irskrift sinni. „Nú höfum við sinn hvorn af þessum tveim, sem eftir eru. Þá höfum við skipt jafnt og réttlátlega,“ sagði hann. Hún tók við blaðinu um leið og hún lagði hönd sína á höfuð forsetans og sagði: „Guð blessi yður, hr. Lincoln. Ó, að þér fengjuð að lifa í þúsund ár og stjórna þessari þjóð!“ Ungur hermaður frá Vermont, Benja- min Owen, var dæmdur til dauða fyrii’ að sofna á verði. Það skyldi enginn í því, hvernig þessi ungi maður hafði getað van- rækt svona skyldu sína. Auðvitað voru ' foreldrar hans og systkini m,jög sorgbit- in. — Lífláti hans var frestað nokkra daga og þá skrifaði hann föður sínum eft- irfarandi bréf: „Elsku pabbi! Þegar þú lest þessar línur hefur méi' hlotnast eilíft líf. Mér fannst óttalegt að hugsa til þess fyrst, en nú hef ég hugsað svo mikið um dauðann, að ég óttast hann ekki lengur. — Eins og þú manst, lofaði ég mömmu Jemmys að hjálpa honum eft- ir getu og vera honum góður félagi. Og ég hef líka gert allt fyrir hann, sem ég gat. Hann var líka oft sjúkur og veik- burða. Af því að honum var um megn að bera farangur sinn bar ég hann, ásamt mínum. Þegar leið að kvöldi urðum við að ganga greitt. Þótt Jemmy losnaði við að bera farangur sinn var hann svo mátt- farinn, að hann hefði hnigið niður ef ég hefði ekki stutt hann. Þegar við komuni á ákvörðunarstaðinn var ég dauðþreytt- ur. Nú átti Jemmy að halda vörð og ég fór í hans stað. En, pabbi, ég var svo þreyttur, að ég hefði ómögulega getað haldið mér vakandi, þótt byssuhlaupi hefði verið miðað á höfuð mér. Sakið ekki vesl' ings Jemmy um dauða minn, pabbi! Hann grætur og biður um, að mega deyja í minn stað. — ég get ekki þolað að hugsa til mömmu og systranna. Þetta er fjarska þungbært, pabbi, huggaðu þær. Guð blessi ykkur öll!“ 140 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.