Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 16
svo? Gjörið svo vel. Hann á það svosem
hjá mér, að ég rétti honum hjálparhönd.“
Freddie hristi höfuðið. „Ég er ekki kom-
in þess vegna. Ég kom til að biðja yður
um að snúa aftur heim til mannsins yðar
og barnanna. Ef þér kærið yður um, þá
get ég haldið áfram að sjá um heimilið
— og börnin.“
Dahlia hallaði höfðinu lítið eitt aftur
og rak upp skellihlátur.
„Elsku bezta,“ sagði hún og hélt áfram
að hlæja. „Lesið þér heldur ekki dagblöð-
in? Terry hafði heldur ekki hugmynd um
neitt. Ég er að því komin að fara til Holly-
wood. Ég er búin að undirrita sterkan
samning við stórt kvikmyndafyrirtæki. Og
svo komið þið hvort á fætur öðru og mæl-
izt til þess, að ég flytji aftur heim í vatns-
grautarbúskapinn." Og aftur hló hún.
„Getið þér hugsað yður mig skreiðast um
þessar litlu kytrur þarna útfrá?.‘
„Það hef ég reyndar aldrei getað ímynd-
að mér,“ svaraði Freddie heiðarlega.
Dahlia dró djúpt að sér andann. „Fyrr
vildi ég deyja heldur en hverfa aftur heim
í þann þrældóm. Ég hef í rauninni aldrei
getað afborið þess háttar. Terry hefði
aldrei átt að kvænast mér. Ég var búin
að segja honum, að það gæti aldrei bless-
ast. Ég get ekki fellt mig við það að vera
gift fátækum manni .. . “ Hún snöggþagn-
aði og virti Freddie fyrir sér. „Þér lítið
út fyrir að vera ein af þeim skynsömu.
Getið þér ekki komið Terry í skilning um,
að slíkt er vonlaust?"
Freddie svipaðist urn í ríkulega búnu
hótelherberginu; hún sá, að konan var í
þann veg að pakka niður.
„Yður virðist sjálfsagt sem heimurinn
liggi fyrir fótum yðar,“ sagði Freddie.
„Já,“ svaraði Dahlia. „Og það gerir hann
sannarlega."
Freddie sagði: „Það kemur mér þannig
fyrir sjónir, að þér hafið einu sinni átt
slíkt tækifæri, en þér hafið þegar misst
af því.“ Og hún sneri sér við og gekk út
úr herberginu.
Þegar hún kom aftur heim í litla húsið
með grænu gluggahlerunum, gekk Terry
um úti í garðinum og beið eftir henni.
„Hvar hefurðu eiginlega verið?“ hálf-
hrópaði hann þegar hann sá hana.
„Terry. Ég hef verið að tala við Dahliu.
Ég fór til fundar við hana til að segja
henni, að ef hún vildi snúa heim aftur,
þá skyldi ég gjarnan sjá um heimilið fyr-
ir ykkur öll. En það er vonlaust. Hún er
á förum og kemur aldrei aftur.“
„Freddie," mælti Terry hrærður. „Ég
hef verið mikið flón. Ég hef þráð það í
allan morgun, að þér kæmuð, svo ég gæti
játað fyrir yður, hversu mikið flón ég hef
verið.“ Hann stóð rétt fyrir framan hana
og var búinn að grípa um báðar hendui’
hennar. „Ég hef verið svo blindur, Freddie.
Þér eruð dásamleg — og þér megið ekki
fara frá okkur . .. “
„Það vil ég heldur ekki gera. Ég vil fá
að vera áfram hér hvern einasta dag —-
eins og hingað til.“
„Sá dagur mun örugglega koma, Freddie,
að ég get tjáð yður allar mínar tilfinn-
ingar. Viljið þér bíða það lengi eftir mér?“
Hún þagði við, og þau litu hvotr á ann-
að þeim augum, sem tjáðu loforð. Síðan
fylgdust þau að inn í húsið.
124
HEIMILISBLAÐlP