Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 20
Sheriffinn hló á sama hátt og fyrr, og bergmálið heyrðist aftur við dyrnar. „Þarna er Denver Rathbone. Hann myrti konuna sína og þar á eftir tengda- föður sinn, að því er sagt er. Það er mjög sennilegt, ef maður lítur í augu hans. Sjáðu bara.“ Það voru augu, sem maður sér ekki nema í svöngu villisvíni, gráðug, undirförul og dýrsleg. Þannig lýsti sheriffinn hverjum fanga með fáeinum orðum. „Hér er loks hunangið í grautnum. Við erum allir hrifnir af honum.“ Hann gekk einu skrefi nær og sló með lyktlunum í járngrindurnar. Það heyrðist reiðilegt urr út úr búrinu, og Tom Con- verse sá mann rétta úr sér og gægjast út. Ósjálfrátt vék Tom um eitt skref. Það voru ekki augu afbrotamanns, full af þrjózku. Nei, það var takmarkalaus reiði í aug- unum, því þau ógnuðu jafnvel með því að drepa — augnaráðið var tryllt. „Þetta er Benn Plummer, sonur hins æruverðuga gamla Plummers. Hann er frá góðu heimili, en varð hálfvilltur, reið hing- að og sprengdi upp peningaskáp, og hér höfum við haiin, þótt hann sé reiðubúinn til að éta okkur alla lifandi. Er það ekki rétt, Benn?“ En Benn hafði strax eftir fyrsta reiði- urrið látið höfuðið hníga í hendur sér. Hann hreyfði sig ekki og svaraði ekki. Það var þá þessi maður, sem hann átti að frelsa, hugsaði Tom með sjálfum sér. „Flestir, sem hér eru, koma langt að, en þessi einn er afsprengi úr næsta hér- aði, þess vegna erum við nú svo montnir af honum. Það er komið svolítið skap í hann, síðan hann kom hingað. Líklegast líkar honum ekki meðferðin. Það er ekki líkt því, sem hann hefur haft það áður.“ Þeir gengu áfram, en Tom Converse sá ekki mikið af því, sem var verið að sýna honum. Heilinn vann af kappi, og þegar þeir komu aftur í skrifstofuna, settist hann dauðþreyttur niður. Svo Benn Plum- mer var svona villidýr, ætli hann hafi verið það, þegar hann var settur hér inn? Eða hafði hann orðið það af pyntinguni hér? Yfirheyrslur Joe Shriners gátu áreið- anlega komið mönnum í þetta ástand. Hugsanir Toms flugu nú til ungu stúlk- unnar, sem hafði komið honum út í að leggja í þetta verk, sem virtist alveg óframkvæmanlegt. Skyldi hann þá nokk- urntíma fá að sjá hana aftur? Og hvað mundi hún segja, ef hann nú gæti unnið þetta verk, með öllum þess ógurlegu hindr- unum, að ná Benn, sem var í fangahúsi, sem líktist peningaskáp úr járni, og varð- menn og sheriffi, sem ekki voru menn, heldur einhverjar óvættir í mannsmynd? Hann varð að reyna. það var nokkuð, sem víst var. Nú þurfti hann að fá nokkr- ar mínútur til að hugsa ráð sitt. Samt mátti hann ekki þegja of lengi. Or því hann hafði komizt inn í fangelsið, vai'ð hann að hugsa fljótt og vel, en ekki eyða tímanum í óþarfa yfirveganir. Sheriffinn hjálpaði honum til að hefja samtalið. „Hvar í bænum býrð þú og fjölskylda þín?“ „Fyrir innan bæinn,“ sagði Tom varlega- Varðmennirnir voru farnir á sinn stað- „Fyrir innan bæinn. Ég skil eiginlega ekki, við hvað þú átt,“ sagði Joe Shrinei' og hnyklaði brýnnar. „Þú meinar kannski innan við klettanefið.“ Skyldi nokkurt klettanef vera þar? ToH1 vissi það ekki. Kannski var þetta gildm> sem hann átti að veiðast í. „Alveg hja brúnni,“ svaraði Tom„ Það hlaut að veP1 brú þar nálægt. Sheriffinn leit á hann. „Brúnni?“ sagði hann. „Hvaða brú el það? Það er engin brú yfir gamla árfajV veginn.“ Tom fann að hann roðnaði lítið eitt, haiU1 greip til örþrifaráðs, til að bjarga málin11 við. HEIMILISBLAÐl^ 128

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.