Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 10
sjáið, þá- hef ég svo sem ekki gleymt ykk- ur . . .“ Hann pantaði í glas handa þeim öllum. Hringurinn kom seint og um síðir aftur í hendur'eigandans, sem hélt á honum um stund og lék sér með hann um leið og hann talaði. Hann hafði fyrir sið að vega salt á stólnum um leið og hann masaði, og þetta gerði hann núna, en hallaði sér aðeins einum of langt aftur á bóginn, þann- ig að hann var næstum því búinn að missa jafnvægið, en með herkjum tókst honum að sperra alla skanka svo hann hélt því — en missti við það hringinn úr hendi sér. Hann spratt á fætur og reyndi að grípa hann, en tókst það ekki; áður en hann gæti við komið, var hringurinn skroppinn út í loftið og hentist upp fyrir lokuna að gömlum hitaventli, en hún var múruð þétt á vegginn og var frá þeim tíma, þegar veitingahúsið hafði verið hitað upp með kolum. Fari það og veri! Jean reyndi að troða fingrunum innfyrir lokuna, en gat hvergi fundið fyrir hringnum. Hann togaði og þreif í, til þess að fá lokuna lausa, en hún var þrælmúruð í vegginn. Jean greip til eldspýtu og lýsti inn undir lokuna, en það var dragsúgur í gömlu loftrásinni og það dó óðara á spýtunni. Það var einungis með vasaljósi, að hægt var að sjá örlitla skímu fyrir innan. Parsi þorði ekki að hugsa þá hugsun til enda að koma til giftingarinnar án hringsins ... en að kaupa annan . .. jú, það gat hann auðvitað gert, en það var ógemingur að fá nöfnin grafin á þeim mínútum sem eftir voru, og auk þess var ósennilegt, að hann fengi hring af sömu stærð og útliti . . . Einn félaginn sótti smið, til þess að rífa lokuna á meðan vesalings Parsi leit á úrið — og úrið mændi á hann. „Ég kem of seint .. . Eg kem of seint!“ andvarp- aði Parsi á meðan þessu fór fram. 1 kirkjunni var sams konar skoðun uppi- Brúðurin og gestirnir voru komin . . . það vantaði aðéins brúðgumann. „Vel byrjar það,“ tautaði væntanleg tengdamóðir illskulega. „Hvað var ég ekki búin að segja? Hann getur .ekki einu sinni verið stundvís við sitt eigið brúðkaup. — Þetta er hneyksli!“ „Líklega hefur hann sofið yfir sig,“ reyndi tilvonandi tengdafaðir að segja í huggunarskyni. Hann var maður skyn- samur, og þó var hann mjög mótfallinn allri óstundvísi. „Sofið yfir sig!“ hvæsti kona hans og virti hann fyrir sér illskulega um leið: „Sefur maður yfirleitt yfir sig á brúð- kaupsdaginn, eða hvað?“ „Hann skyldi þó ekki hafa álpazt í vit- lausa kirkju?“ stundi brúðurin. Varir hennar bærðust eins og hún væri að gráti komin. Svisslendingurinn, sem heyrt hafði þessi orðaskipti og var reyndar sjálfur kirkju- vörðurinn, kom nú þangað sem þau sátu. „Ef þið eruð að tala um brúðgumann, þá er hann búinn að koma. Hann kora fyrstur allra. Það er svona um það bil klukkustund síðan.“ „Nú, en hvar er hann þá?“ „Það veit ég ekki. Hann ók burt aftur.“ Þau litu hvert á annað. Nokkrar mín- útur liðu. Þá birtist loks brúðguminn, and- stuttur og rauður í framan, en brosandi út undir eyru. Hann útskýrði þá óheppni sem hann hafði orðið fyrir, sagði frá smiðnum sem hefði brotið upp loftrásina og um síðii' tekizt að finna giftingarhringinn, sem lá í horni fullu af kóngulóarvef og ryki. Hann hélt nú á honum þétt í lófa sér — og slepptí honum ekki fyrr en hann setti hann á nettan fingur brúðar sinnar með hani' ingjubrosi. J® 118 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.