Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 8
var skýhnoðra að sjá, sveimaði dökkur depill. Hann barst nær og nær, stækkaði, og mændi til jarðar gulum og glerkennd- um augum. Síðan hætti hann hringflugi sínu. Stórir vængirnir drógust saman, það stirndi á hvítt höfuð og tveir vængjaoln- ogar skutust fram um leið og hinn sterki fugl steyti sér niður svo að söng í fjaður- hamnum. Við þennan háa hvin leit mörðurinn upp. Andartak gerði hann þá skyssu að álíta þetta vera fálka, og svo óhræddur og bar- dagaglaður sem. hann var að eðlisfari, þá hafði hann ekki hugsað sér að láta í minni pokann fyrir einu fálkagreyi, heldur ætl- aði hann sér að verja feng sinn til hins síðasta. En hann komst of seint að raun um, að honum hafði missézt. Hann rak upp hálfbælt hvæs, hrökk í kút andartak og stökk síðan til hliðar. En það stökk varð reyndar beint í klær arnarins. Einbeittur og iðinn til hinzta andartaks beit hann árangurslaust í stálharða og fjaðurvarða fæturna yfir höfðu sér, en fékk aðeins kjaftinn fullan af dún. Stál- klærnar herptust saman, og fyrr en varði var mörðurinn allur. Risavaxinn fuglinn opnaði klærnar og lét bráðina lausa; hon- um fannst jafn seig og tormelt málstíð ekki freista sín. Hann þandi vængina lítið eitt og lét sig nema staðar við laxinn dauða. Þar læsti hann annarri klóinn í fiskinn, ; til merkis um, að sá ránsfengur væri hans j eigin bráð. Stutta stund hélt hann kyrru fyrir og svipaðist um, þeim augum sem hétu því að gefa engin grið þeim, sem ætl- aði sér að ónáða hann. En þar sem eng- inn var sjáanlegur, tók hann til við góð- gætið, krukkaði í gómsætan fiskinn og svelgdi hann í stórum og gráðugum munn- fyllum.. Stöku sinnum lyfti hann fögru rándýrs- höfðinu, sem nú var blóði stokkið, og renndi forvitnilegum glyrnum út yfir fljótið þangað sem laxarnir stukku í sól- [ skininu. Þetta fannst honum tilgangs- laus og óskiljanlegur leikur. Þegar hann hafði gert bráð sinni skil til hálfs, greip hann afganginn í klærnar og hóf sig á loft með þungum vængjatökum. Og burtu flaug hann — sá sterkasti — burt út yfii’ streymandi fljótið, yfir þéttan skóginn, burtu í átt til hárra fjallanna undir há- um himninum, þangað sem hann átti séi’ ból. 1 116

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.