Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 26
stökk hún upp og- rauk með það sama út í gluggann. Henni datt allt í einu í hug, hvernig Benn Plummer fyrir langa löngu hafði æft sig í að væla eins og ugla og verið að reyna að kenna henni það líka. En hún hafði aldrei orðið jafn fær í þeirri list og hann. Hún smeygði sér út í gluggann. Enn heyrðist hljóðið langdregið og lítt. Nei, það var ekki eins langt frá og hún hafði haldið fyrst. Líklegast ekki lengra en ofan frá hæðinni, og það var eitthvað í hljóðinu, sem kom henni til að halda, að það hlyti að vera Benn Plummer. Það var ekki alveg eins vonleysislegt og ann- ars, auðvitað af því að hann vantaði æf- inguna núna. En ef þetta var Benn, því kom hann þá ekki nær? Fannst honum ástæða að vera að spauga fyrst? En svo mundi hún það, að hann varð að leynast einhvers staðar. Hefðu þeir brotist út úr fangels- inu, mundu verða leitað að honum, og þá auðvitað fyrst og fremst á heimili hans. Gat það annars virkilega verið hann? Var það mögulegt, að Jim, þrátt fyrir allt, hefði riðið til Carlton og brotizt inn í fangelsið til að frelsa Benn? Hjartað stöðvaðist næstum í brjósti hennar við tilhugsunina. Hið hræðilega loforð, sem hún hafði gefið Skugganum, fyllti hana skelfingu. Nú heyrðist ugluvælið í þriðja sinn. Nú var hún alveg viss. Hann hætti í miðju kafi. Hann hafði ætlað að herma eftir uglunni, en misheppnaðist algjörlega. Þetta var Benn að kalla á hana. Það hlaut að vera hann, hvað sem skyn- semin tautaði. Skyrsemin sagði henni, að hann væri langt í burtu, sæti í Carlton- fangelsi. En kannski var hann — já, hversu unaðsleg tilhugsun — kannski hafði hann rotizt út upp á eigin spýtur. Nú sá hún til ferða Benn. Hann var alveg að komast að húsinu. Hún fyiltist fugnaði við að sjá uppeldisbróður sinn frjálsan á nýjan leik. Hún hlakkaði til að sjá gleði fósturforeldranna, þegar þau fréttu, að sonur þeirra væri laus úr prís- undinni. Uppeldissystkinin heilsuðust í flýti, og strax eftir fyrstu kveðjuorðin spurði Sylvía: „Hvernig slapptu út, Benn?“ „Skugginn bjargaði mér út. Hann kom aleinn inn í fangelsið, yfirbugaði Shriner og alla hans menn, tók af þeim lyklana og hleypti mér út. Þú hefðir bara átt að sjá, hvað þeir voru hræddir við hann.“ Benn var auðsjáanlega yfir sig hrifinn af afreksverki Skuggans. En Sylvía var ekki eins gagntekin af hrifningunni. Hún hafði gefið Skugganum ákveðið loforð, ef hann ynni þetta verk fyrir hana. Hann hafði nú staðið við sinn hluta saimiings- ins. Hvernig átti hún þá að geta veigrað sér við að standa við hann af sinni hálfu ? Þungbúin á svip spurði hún: „Hvað drap hann marga? Hvað marga, Benn? „Ekki einn einasta,“ sagði ungi maður- inn. „Ekki svo mikið sem einn. Hann vildi ekki einu sinni leyfa mér að gera eins og ég vildi. Hann þorði ekki að trúa mér fyrir skammbyssu, af því að hann var hræddur um, að ég mundi nota hana.“ Sylvía vissi ekki, hvað hún átti að halda um þetta. Það var ekki líkt Skugganum, samkvæmt þeim sögum, sem um hann gengu, að þvrma lífi fjandmanna sinna. En ef til vili voru þessar sögur allar hel- ber uppspuni, ef til vill hafði ást hans á henni yfirunnið grimmd hans. Hvernig svo sem í þessu kynni að liggja, ákvað hún að standa við loforð sitt. „Ég kem með þér, Benn,“ sagði hún einbeittnsilega. Hún skrifaði kveðjuorð til fósturfor- eidra sinna, þar sem hún bað þá fyrir- gefningar á þeirri sorg, sem hún kynni að hafa valdið þeim. „En nú er Benn frjáls, J 134 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.