Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Page 2

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Page 2
- Sólargeislinn Þú sól, er aldrei sefur, en signir höf og lönd, — og allt hið veika vefur þín voldug kærleikshönd. Við söfnum öllu sjúku í sólargeislans yl, þar lifir Ijúfust vonin eins lengi og hún er til. Þú vekur böm af blundi, og blómum skrýöir mold; og jökulkuldinn klökknar meS kristáltár á fold. Með blóm og böm og vonir, — hið bezta er á eg til, — eg sæki í sólargeislann, í sólarljós og yl. Þú ríkir yfir öllu um allan stjamageim. Þú lífgar allt sem lifir, þú lýsir allan heim. Eg sé — að baki sólar er sólarguðsins hönd að benda manna bömum á björt og ylrík lönd. Skal mannsins hjarta og hugur þá hafna Ijósi því, er dauöans dægurflugur sig draga geislann í? Eg sit með sögu Mána og sólarguðinn bið, — unz andans hrjóstur hlána og hjartað eignast frið. Þá húm og hregg þig félur, vill hrasa andi minn. Er aftur sér til sólar, hve sæll er maöurinn. 1 helgum sólarhita eg hjarta Guðs míns finn. — Þeim sólaryl eg safna og sofna — í geislann inn. Og ýmsum áldrei gleymist að án þín, geisli, oss kól. — Hve lífiö, — landið, bamið sér lék við júní-sól. Þeim yl eg fel minn anda og að því Ijósi’ eg sný. Sem bam eg vona og vakna þeim vonargeisla í. Jónas A. Sigurðsson-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.