Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Page 17

Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Page 17
17 ekki, bænarlausúm trúleysingja, að lala um slík efni. Sælli væri eg sjálfsagt, ef eg væri aftur orðinn fáfróður »busi« eða barn heima i föðurgarði. En það er ekki því að heilsa. Það andar kalt um mig frá gröfum og trygðrofum að baki, og framundan er ókunn leið og skuggaleg, en óstuddur held eg áfram, hvar sem áfangastaður verður. III. Jólaminning frá 4. námsári við Hafnarháskóla. Vertu ckki að gjöra mér ónæði, órólega hjarta, titraðu ekki hönd mín, meðan eg trúi »jólabókinni« minni fyrir þyngsta harmi og dýpslu gleði lífs míns. Eg liefi áður tjáð henni frá ýmsri sorg og gleði minni, en hvað eru fis þau hjá því, sem nú er komið fram? Vel gekk námið og kennarar mínir liér gáfu mér vonir um gott próf, og eg setti það ekki fyrir mig, þótt stund- um væri lítið í askinum mínum, og svefntiminn stuttur, er eg varð bæði , að kenna öðrum og læra sjálfur, en

x

Jólabók Bjarma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabók Bjarma
https://timarit.is/publication/438

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.