Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Page 78

Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Page 78
78 Hann svaraði neitandi. Aftur varð stundarþögn. Læknirinn gaf hjúkrunarkonunni nokkrar bendingar og fór svo af stað til hinna sjúklinganna. Hjúkrunarkonan settist á rúmstokk drengs- ins og tók um hönd hans. „Hvaða dagur er í dag? Eg fylgist ekki vel með", sagði hann. „Það er aðfangadagskveld". „Vertu ekki aö tala mikið, drengur minn. Biddu heldur guð að vera hjá þér“, sagði læknirinn, um leið og hann gekk inn í næstu stofu. Drengurinn horfði á eftir honum, þar til hann hvarf, en þá sneri hann sér að hjúkr- unarkonunni og sagði: „Sögðuð þér ekki, að það væri aðfanga- dagskveldr" „Jú“. „Dýrð sé guði". „Þú þekkir þá guð“, sagði hjúkrunarkonan. „Já, og eg þekki líka Jesúm Krist". „Þá segi eg líka af öllu hjarta: J)ýrð sé guði". „Jjæknirinn spurði mig, hvort eg vildi ekki að presturinn kæmi, en eg neitaði því. Það er samt ekki af þvf, að eg fyrirlíti prest- ana, en eg á sjálfur prest og hann er alt af hjá mér". Hún beygði sig yfir hann og leit f augu hans. „Læknirinn bannaði þér að tala mikið". „Það gerir ekkert til. Eg er viðlníinn dauða mfnum". Hún strauk blíðlega hendur hans.

x

Jólabók Bjarma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabók Bjarma
https://timarit.is/publication/438

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.