Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Side 19

Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Side 19
19 Á Þorláksmessu fékk eg heimboðs- seðil til jólafagnaðar á jóladagskvöld- ið í Kristilegu stúdentafélagi. Eg liafði fengið þess háttar heim- l)oð fyr, en ekki sint því að neinu, eins og ílestir landar. Við liöfðum verið ýmist of íslenzkir eða of heiðnir til að þiggja heimbóð kristinna stú- denta danskra. En nú fanst mér réttast, eins og sakir mínar stóðu, að nota lækifærið til að kynnasl þessum »heilögu« slú- dentum, sem eg haíði oft heyrt skop- ast að, og vita hvort nokkuð væri hæl’t í þvi, að trúin veitti styrk og gleði fremur öllu öðru. Eg á erfitt með að lýsa þessu jóla- kveldi í kristilega stúdentafélaginu. Það voru ekki nema rúmir 20, sem komu, því að ílestir voru lieima hjá sér hingað og þangað út um land, — og enginn var þar íslendingur, nema eg, og hafði þó mörgum verið boðið. Eg dró engar dulur á, að eg væri vanlrúaður, þegar trúmennirnir fóru að tala við mig, en þeir voru jafn alúðlegir fyrir það, og kváðust sumir hafa hai't svipaðar skoðanir og eg til skamms tíma.

x

Jólabók Bjarma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabók Bjarma
https://timarit.is/publication/438

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.