Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Side 26

Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Side 26
26 komum öll að borða, eins og vant er, og það er ekki svo jólalegt hérna í kompunm okkar, að mér sýnist! Eg held þar að auki, að það vseri stök ókurteysi við ungfrú Lovísu, sem þú hefir keypt fæði hjá í all- an vetur, ef þú hirtir ekkert um þetta vin- gjarnlega boð hennar, að vera þar alla jóla- nóttina, þú þekkir enga hér, og mátt vera dauðfegin«. »Satt er það«, sagði Þóra dræmt, »fán þekki eg hér. Og eg hefði líklega farið t jólaveizluna til ungfrúarinnar, ef eg hefði ekki rétt áðan fengið þetta bréf«, og hún rétti Ingu sendibréf, sem hún las í flýti. »Ja, nú blöskrar mér þó! Er konan gengin af göflunum?« sagði Inga og skelti á lærið. »Það er naumast hún ætlast til greiðasemi af þér, svo að segja bláókunn- ugri. En sú ósvífni!« Inga fleygði bréf- inu út í horn, og fór að reima á sig stfg- vélin. »Ekki erum við bláókunnugar hvor ann- ari, eins og þú segir«, sagði Þóra, »Anna er einmitt eina konan, sem eg þekki hér frá fornu fari, og við höfum altaf verið góðar kunningjastúlkur. En hún hefir nú ekki til margra að flýja, aumingja Anna, misti manninn í haust, og er að basla fyrir sér og þessu eina heilsulitla barni sínu. Eg skammast mín fyrir að hafa ekki komið til hennar svo lengi; eg hélt ekki að Ella litla væri svona mikið veik«.

x

Jólabók Bjarma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabók Bjarma
https://timarit.is/publication/438

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.