Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Page 28

Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Page 28
28 »Eg hefi verið að hugsa um þetta og velta því fyrir mér«, sagði Þóra, »og eg held það sé réttast, að eg fari til Önnu og hjálpi henni með barnið«. »Nei, Þóra, svona hélt eg þú værir ekki. Eg hélt, að þú værir ung og kát stúlka, sem notaðir hvert tækifæri, er þér byðist, til þess að skemta þér. Og það núna á jólunum! Góða Þóra, vertu ekki svona sér- vitui. Þó þú vorkennir Önnu, eg geri það l(ka, hún á voða bágt, ekkja með veikt barn, og víst fátæk þar auki, en þú getur ekki gjört að því, og þú ert ekki skyldug til að spilla jólagleði þinni, 'þó að Anna auminginn eigi líklega ekki mjög gleðileg jól«. Tnga leit á Þóru, hún þóttist hafa talað vel sínu máli, og beið eftir svarinu. »Vorkunnsemi, sem aldrei kemur í ljós í öðru en orðum, er lítils virði«, sagði Þóra, »og eg hefi nú ráðið það við mig að fara til Önnu og vaka yfir baruinu í nótt, svo að hún geti hvílt sig. Dansið þið og skemtið þið ykkur, hugsið þið ekkert um mig; þú skalt umfram alt ekki láta neitt trufla jólagleðina þína, Inga mín«. »Jæja, þú um það«, svaraði Inga stutt í spuna, »og eg þakka þér ráðin. Mér getur þó ekki fundist, að þú virðir ttm of helgi jólanna, með því að fara að erfiða við næturvökur hjá sjúklingum«. Þær stunduðu báðar nám við kvenna-

x

Jólabók Bjarma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabók Bjarma
https://timarit.is/publication/438

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.