Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Page 32

Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Page 32
32 um! Hann hlaut að sýna henni það, og gefa henni þá hvlld, er hún þarfnaðist svo mjög. Það varð því jólagjöfin hennar, að þessu sinni, sú allra, allra bezta og dýr- mætasta jólagjöf, er henni gat hlotnast. Hún sat og beið — eftir svari. Beið eftir að guð sendi henni það er hún bað um. Og rétt á eftir var drepið að dyrum, Anna stóð skyndilega upp úr sæti. Hver ætli það sé? hugsaði hún. — Það var Þóra. Hún var komin brosleit og kafrjóð eftir barsmíð stormsins. »Það er svo erfitt að vera einmana«, hvíslaði konan með titrandi rödd, »og verst er þó, ef manni finst að guð hafi gleymt manni og yfirgefið, en nú veit eg fyrir víst, að hann gleymir mér ekki — þú ert jóla- gjöfin, sem eg bað hann um —,«. Þóra horfði í augu hennar, og sá óðar, hve þreytt hún var. Hún leiddi hana að rúminu og bjó um hana, eins vel og hún gat, og Anna var fljót að sofna, með tár- votar kinnar en gleðibros á vörum, sofnaði hún vært, eins og lítið barn, sem veit, að englarnir halda vörð um hvíluna sína. En Þóra flutti stólinn sinn að arninum og virti fyrir sér leik eldbjarmanna. Henni var sem heyrði hún ýmiskonar óma f fjarlægð, hljóðfæraslátt og glaum mikinn. Ymist var það létt fótatak, og samstundis var eins og hún sæi hópa af prúðbúnu ungu fólki, sem steig dansinn

x

Jólabók Bjarma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabók Bjarma
https://timarit.is/publication/438

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.