Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Page 76

Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Page 76
76 Hann hafði ferðast um og prédikað og stundað sjúka, alt 1 þjónustu frelsarans, en hvort hafði nú lífstré hans borið ávexti, eða að eins nokkur visin blöð? Gamli maðurinn hneigði höfuð sitt, er var silfurhvítt af hærum, knýtti saman hendurnar og bað: „Drottinn Jesú! alt er þinni náð að þakka. Eg viðurkenni það, að jafnvel þó eg hafi eitthvað unnið, þá er ávöxturinn af því kominn undir þinni náð. I’ó eg sé alls ómaklegur, drottinn, þá leyf mér samt að sjá einhvern ávöxt af starfi mínu hér á jörðinni —----------------------—“. II. Sólin var hnigin til viðar, og í einni stof- unni 1 sjukrahúsi Fredrikstadsamtsins, var þegar búið að kveikja. I’að voru margir sjúklingar í stofunni, en jafnvel sá sem veikastur var, hafði snúið sér við og allir horfðu yfir í eitt hornið á her- berginu. Eæknirinn, ráðsmaðurinn og hjúkrunar- konan stóðu þar yfir ungum dreng, er ný- lega hafði verið lagður þar. Svo mikið vissu sjúklingarnir fyrir fram, að hann var útlendingur. Danskur háseti hafði þeim verið sagt, en þó enginn hefði sagt þeim, hvað mikið hann hefði meiðst, vissu þó allir, að hann myndi að eins vera kominn til að deyja. Það var sunnanrok, þegar skipið „Aladin"

x

Jólabók Bjarma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabók Bjarma
https://timarit.is/publication/438

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.