Iðunn - 01.01.1884, Blaðsíða 9
3
Sigrún á Sunnulivoli.
hann kvað það, hvort sem væri, standa á sama, hver
gripinn ætti, ef hann að eins þrifist.
Öðru megin í dalnum þétt uppi undir háu fjalli
lá bær sá, er hét í Grenihlíð, og var það nafn af því
dregið, að bærinn lá mitt í stórum greniskógi, og
var það eini skógrinn í öllu því bygðarlagi. Lang-
afi eigandans, sem nú var, hafði verið einn með öðr-
um í liði því, er sent var suðr til Holtsötalands
og beið þar Eússa, og úr þeim leiðangri kom hann
lieim með í hernaðar-tösku sinni margar erlendar og
undarlegar frætegundir. Hann plantaði þær um-
hverfis bæ sinn ; en með tímanum dóu þær út hver
eftir aðra; að eins nokkrir grenikönglar, sem ein-
hvern veginn höfðu slæðzt þar með, höfðu blómgazt
og orðið að stórum skógi, sem skygði nú að húsun-
um á alla vegu. Iloltsetalands-fari þessi hafði heitið
þorbjörn eftir afa sínum; elzti sonr hans Sæmundr
eftir föður hans, og þannig höfðu óigendr jarðarinn-
ar heitið á víxl þorbjörn og Sæmundr alt frá ómuna-
tíð. En það orð lék á, að aldrei fylgdi hamingjan
nema öðrum hvorum feðga á víxl í allri þeirri Greni-
hlíðar-ætt, og það var aldrei sá, sem þorbjarnar-
nafnið bar. Sá hét Sæmundr, sem nú átti jörðina,
og fyrst er honum fæddist sonr, var hann á báðum
áttum, hvað úr skyldi ráða, en hafði þó ekki í fullu
tré með að brjóta fornan ættarsið, og lét því svein-
inn heita þorbjörn. Var haun mjög hugsandi um
það, hvort eigi mundi takast mega að ala drenginn
svo upp, að ekki yrði honum að fótakefli sá forlaga-
steinn, er munnmæli manna höfðu orpið á æfibraut
hans. Hann var ekki alveg viss um það, en hon-
um fanst hann verða var við stórlyndis-vott í
i*