Iðunn - 01.01.1884, Page 11
Sigrún á Sunnuhvoli. 5
handan, en aldrei tekið eftiv því fyrri en nú, að hann
var sjálfr fyrir utau það sólskin. Eftir þennan
dag rendi hann oftar en áðr augum yfir að Sunnu-
hvoli. «Sittu’ ekki þarna glápandi!» sagði faðir hans
og ýtti við honum; «okkr hérna veitir ekki af að
erja, alt sem við megnum, bæði ungum og gömlum,
ef við eigum að hirða nokkurt strá.
Um það leyti er þorbjörn var um 7 eða 8 ára
að aldri, urðu vinnumannaskifti hjá Sæmundi. As-
lákr hét nýi vinnumaðrinn, og hafði þegar fiækzt
víða, þótt liann væri unglingr að aldri. Kveldið,
scm hann kom í vistina, var þorbjörn háttaðr; en
daginn eftir þegar hann sat og var að lesa í stafrófs-
kverinu, var hurðinni lirundið upp með þvílíku sparki,
að hann hafði aldrei heyrt slíkan umgang fyr, og
það var Aslákr, sem kom ganandi með stóreflis við-
ar-fang — þeytti því með slíku kasti á gólfið, að
brenniskíðin hrutu í allar áttir. Sjálfr hoppaði liann
hátt upp, til að stappa af sér snjóinn, og við hvert
hopp kallaði hann : «þaö er kalfc, sagði skessan, hún
sat í ís upp að beltisstað!» Bóndi var ekki inni,
— en húsfreyja sópaði saman snjónum og bar hann
út þegjandi. «A hvað ert þ ú að góna?» sagði As-
lákr við jporbjörn. — «Ekki á neitt», svaraði hann;
því honum fór ekki að verða um sel. — «Hefirðu séð
hanann, sem er aftast f kverinu þessu?# — «Já.» — «|>að
er fult af hænsum kringumlhann, þegar kverið er látið
aftr; — hefirðu séð það?» —«Nei.» — «Eeyndu!» —
Drengrinn gjörði það. — «f>ú ert þorskr!» sagði As-
lákr við hann. — En upp frá þeirri stund hafði eng-
inn slíkt vald yfir honum sem Aslákr.
«f>ú kannt ekkert», sagði Aslákr einn dag við
þorbjörn, þegar þorbjörn sem oftar rann á hælun-