Iðunn - 01.01.1884, Blaðsíða 12
I) Björnstjerne Björnson:
um á honum, til að taka eftir. «.Jú, ég kann út að
fjórða kapítula». — »Og svei! Nei, þú hefir ekki
einu sinni heyrt um tröllkarlinn, sem dansaði vió
stúlkuna, þangað til sól rann upp og hann sprakk
eins og kálir, sem drukkið hefir súrmjólk!» A sinni lífs-
faeddri æfi liafði þorbjörn aldrei heyrt svona mikinn
fróðleik í einu. «Hvar var það?» spurði hann.
«Hvar?—Jú það—jú, það var þarna yfir á Sunnu-
hvoli!» þorbjörn starði hissa. «Hefirðu heyrt um
manninn, sem seldi sig fjandanum fyrir eina skinn-
sokka?» þorbirni varð orðfall, svo hlessa var hann.
«þú ert líklega að hugsa um, hvar það hafi verið —
hvað ?-----það var líka þarna yíir á Sunnuhvoli,
þarna þráðbeint niðri í læknum, sem þú sér!----------
Herra trúr ! Kristindómsþekkingin þín , Tobbi, sú er
ekki á marga fiska!» sagði hann enn fremr. «þú
hefir líklega ekki einu sinni heyrt getið um hana
Katrínu trépilzu ?» Nei, um hana hafði hann ekkert
heyrt. Og meðan Aslákr vann nú sem óðast, bar
hann enn óðara á að segja sögurnar— bæði um Kat-
rínu trépilzu; um kvörnina, sem malaði salt á marar-
botni; um kölska á tréskóm ; um tröllkarlinn, sem
festi skeggið í tréstofninum ; um sjö grænu jómfrúrn-
ar, sem reyttu líkhárin af fótleggjunum á honum
Byssu-Brandi, meðan hann svaf og gat aldrei vakn-
að ; og alt hafði þetta fram farið á Sunnuhvoli.
«Hvað, í herrans bænum, er um að verameð dreng-
inn ?» sagði móðir hans daginn eftir. «þarna hefir
hannlegið á hnjánum í bekknum síðan lýsti og mænt
yfir að Sunnúhvoli». — «Já, hann á annríkt í dag»,
sagði faðir hans, sem lá og hvíldi sig, af því að sunnu-
dagr var. «0, þeir eru að segja, hann só búinn
að fastna sér hana Sigrúnu á Sunnuhvoli», sagði As-