Iðunn - 01.01.1884, Page 14

Iðunn - 01.01.1884, Page 14
8 Björnstjerne Björnson: varð jporbjörn héldr óþarfr heima. Hann var í snjókasti við Áslák. »Æ nei, nei! því kæfir mig!« sagði þorbjörn : »við skulum heldr kasta í eitthvað báðir samans. Aslákr var undir eins til í það. Svo reyndu þeir fyrst að hæfa litla grenitréð hjá búrinu, svo búrhurðina og loksins búrgluggann—ekki glugg- ann sjálfan, sagði Aslákr, heldr gluggakarminn. þor- björn hæfði nú samt eina rúðuna í staðinn, og fölnaði upp. »Tarna ! Hver ætli komist eftir því ? Kast- aðu betr!« þorbjörti gjörði það, en hitti aðra rúðuna til. »Nú kasta ég ekki meira«. I því bili kom elzta systir hans, Ingiríðr litla, út. »Kastaðu í h a n a !« þorbjörn var undir eins til í það ; stúlkan fór að gráta, og nú kom móðir þeirra út. Hún sagði honum að hætta. »Kastaðu, kastaðu!« hvíslaði Áslákr að honum. þorbjörn var orðinn heitr og æstr; hann gjörði eins og Áslákr sagði honum. »Ég held þú sért frá vitinu !« sagði móðir hans og hljóp að honum. Hann hélt undan, hún á eftir — alt í kring um bæinn ; Áslákr hló að þorbirni, en móðir hans ógnaði honum. Loksins náði hún hon- um uppi í skafli og fór að lemja hann. »Ég ber þig aftr; það er manna siðr«. — Móður hans féllust höndr, og horfði forviða á hann. »þetta hefir ein- hver annar kent þcr«, sagði hún svo, tók þegjandi í hönd honum og leiddi hann inn. Hún talaði ekki orð til hans meira, en lét vel að hinum börnunum og fór að tala við þau um, að senn kæmi pabbi heim frá kyrkjunni. þá fór sumum að þykja fullheitt í stofunni. Áslákr bað um leyfi til að skrejvpa á bæ; það fékk hann þegar ; þá fór nú að verða alt minna úr þorbirni þegar Áslákr var farinn. Hann fékk ónota-magakveisu, og svitnaði svo á höndunum, að

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.