Iðunn - 01.01.1884, Side 24

Iðunn - 01.01.1884, Side 24
18 Björnstjerne Björnson: túni á sunnudagskveldið, — endrrninningin um alt þetta svífr honum fyrir sjónir, og hjartað litla gjörir uppreisn í inu unga brjósti. Bn leikslokin verða þó alt af þau,-að hannminnist þess, að það vóru kyrkju- klukkurnar, sem hljómuðu ; svo rennr honum í hug eitthvert sálmvers, sem hann kann ; það syngr hann með krosslögðum höndum og rennir hugsjúku auga ofan í dalinn, biðr svo stuttan bænarstúf á eftir, stökkr svo upp, kátr og glaðr, ogþeytir lúðrinn1 sinn, svo að bergmálar f fjöllunum. Hór í inum kyrlátu fjalldölum talar kyrkjan enn þá með sínum rómi til manna á hverju aldrs- skeiði og sérhver lítr hana sínum eigin hugaraugum ; mörgu skýi getr fyrir brugðið, en aldrei byrgir neitt hana gjörsamlega. Hún stendr fullvaxin og þroskuð fyrir fermingarbarninu,—með uppréttum fingri, hálf- aðvarandi, hálf-bendandi fyrir æskumanninum, sem kosið hefir sitt lífsins hlutskifti,—herðibreið og sterk yfir harmi mannsins,—rúmgóð og mild hvelfist hún yfir örþreyttan öldunginn. ímiðri guðsþjónustunni eru ungbörnin færð í kyrkjuna og skírð, og það er alkunnugt, að meðan á þeirri athöfn stendr, er fjálg- leikinn2 mestr. Bnginn getr því lýst norskum alþýðumönnum, spiltum né óspiltum, svo að kyrkjan komi þar ekki líka við söguna. það kann að þykja tilbreytingar- leysi, en er þó, ef til vill, ekki sízta tilbreytingarleys- ið. þessa skal hér getið eitt skifti fyrir öll, en ekki beinlínis sakir kyrkjuferðar þeirrar, er hér skal af sagt. 1) Norskir seljasmalar hafa jafnaðarlega lúðr, sem þeir þeyta til að lióa saman fénaðinum. 2) „Fjálgieiki" er eina islenzka orðið, sem til er yfir „andagt." í>ýð.

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.