Iðunn - 01.01.1884, Side 25

Iðunn - 01.01.1884, Side 25
Sigrún á Sunnulivoli. 19 Jorbjörn hlakkaði mjög til ferðarinnar og þoss, er fyrir mundi bera ; honum varð æði marglitt í aug- um úti fyrir kyrkjunni ogfann hann til þess kyrlætis- þunga, sem yfir öllum og öllu hvíldi í kyrkjunni áðr en guðsþjónustan byrjaði; og þótt hann gleymdi sjálfr að lúta höfði meðan bænin var lesin, þá var þó eins og hann fyltist lotningar við að sjá nokkur hundruð manna hneigja höfuð sín. Svo lcorn söngr- inn, og allir sungu í einu alt í kring um hann, svo að honum þótti nóg um, og sat hann í þeirri leiðslu, að hann hrökk upp eins og af draumi við það, að faðir hans lauk upp stólsætinu, sem þeir sátu í, fyrir , manni, sem kom þar inn og sottist hjá þeim. ]?eg- ar úti var sálmrinn, tók faðir hans í hönd manni þessum og spurði hann : «Hvernig líðr á Sunnu- hvoli ?» þorbjörn rak upp stór augu; en hvcrsu sem hann glápti, þá var ekkert galdralegt né tröllskapar- legt við þennan mann. það var góðmannlegr, bjart- leitr maðr, stóreygr, bláeygr, ennibréiðr og hár 1 sessi; hann brosti þegar við hann var mælt; játti öllu, sem Sæmundr sagði, en var fámáll annars. — "þarna getrðu nú sóð hana Sigrúnu á Sunnuhvoli,» sagði faðir þorbjarnar og laut að honum, tók hann á kné sór og benti yfir í kvcnnsætið gagnvart þeim. 3?ar stóð dálítil telpa á knjánum uppi á bekknum og gægðist upp yfir bríkina. Hún var enn þá bjart- leitari en maðrinn í sætinu hjá þeim, svo bjartleit, að hann hafði aldrei sóð liennar líka. Hún hafði rauð reimabönd á höfuðfati sínu, hárið var ljósgult, °g nú brosti hún yfir um til hans, svo að haun gat ^ngi ekki haft augun af mjallhvítu tönnunum hennar.

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.