Iðunn - 01.01.1884, Page 26

Iðunn - 01.01.1884, Page 26
20 Björnstjerne Björnson: Hitn hélt á logagyltri sálmabók í annari hendinni, en samanbrotnum rauðgulum vasaklút í hinni, og var að leika sér að að slá með vasaklútnum á sálma- bókina. f>ví meira sem hann starði, því meira hló hún, og hann vildi líka liggja á knjánum upp við bekkjarbríkina. Svo kinkaði hún til hans kolli. Hann horfði alvarlega á hana nokkra stund; svo kinkaði hann kolli til hennar aftr. Hún hló, og kinkaði aftr kolli; hann kinkaði aftr kolli, og enn aftr og enn einu sinni. Hún hló, en kinkaði ekki kolli aftr,—fyr en eftir dálitla stund, þegar hann var aftr búinn að gleyma því; þá kinkaði lmn til hans kolli. »Ég vil líka fá að sjá!« heyrði hann sagt fyrir aftan sig,—og í sama bili var tekið í fætrna á honum og reynt að draga hann niðr á gólfið, svo að hann var nærri dottinn; það var lítill, þrekvaxinn piltr, sem sótti rösklega á að komast upp í hans stað. Hann var ljóshærðr, hárið liðalaust og nefið snubb- ótt. Aslákr hafði nú kent þorbirni, hvernig hann ætti að taka slæmum strákum, sem hann kynni að hitta við kyrkju eða í skólanum. þorbjörn kleip því strákinn í endann, svo honum lá við að æpa, sat þó á sér og skreið í þess stað sem hraðast niðr af bekknum og þreif sinni hendi í hvort eyra þorbirni. þorbjörn tók í hárið á honum og keyrði hann undir sig. Piltrinn æpti enn ekki, en beit þorbjörn í lærið ; þorbjörn kipti að sér lærinu, snéri stráknum á grúfu og keyrði audlitið á honum í gólfið. I því var tekið í treyjukraga þorbjarnar, og honum kipt á loft eins og dúnpoka; það var faðir hans, sem setti hann á kné sér. Faðirhans kreisti höndina á honum, svo að hann lcendi til hreint ofan í tær, og livíslaði að

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.