Iðunn - 01.01.1884, Page 27
Sigrún á Sunnuhvoli. 21
honum : »Ef við værum ekki í kyrkjunni, skyldirðu
verða barinn«. Hann mintist nú Sigrúnar, og leit
yfir um ; hún stóð þar enn, en svo starandi og for-
viða, að hann fór að renna grun f, hvað hann hefði
að hafzt, og að það mundi vera in mesta óhæfa.
Undir eins og hún varð þess vör, að hann horfði á
liaua, skreið hún niðr af bekknum og sást ekki framar.
Djákninn kom fram, prestrinn kom fram : liann
heyrði þá að vísu og sá; aftr kom djákni og aftr
kom prestr, — en hann sat þar enn í kjöltu föður
síns og hugsaði með sór : »Skyldi hún ekki bráðum
líta upp aftr?« Piltrinn, sem hafði dregið hann niðr
af bekknum, sat nú á skemli innar í stólnum við
fætr gamalmennis, sem dottaði og dró ýsur, en vakn-
aði í hvert sinn, sem strákr ætlaði að standa upp, og
dunkaði í bakið á honum. »Skyldi hún ekki fara
að líta upp aftr bráðum,« hugsaði þorbjörn með sér,
og hver rauð reim, sem hann sá hreyfast, minti hann
á reimarnar á höfuðbúnaði hennar. Jú, þarna gægð-
ist hún upp, en undir eius og hún kom auga á hann,
kom á hana alvörusvipr og hún grúfði sig niðr aftr.
■— Djákninn kom fram og las bænina; það var
hringt út, og fólk stóð upp úr sætuuum. Faðir hans
talaði aftr lágt við bjartleita manninn; þeir géngu
saman yfir að kvennsætinu; kvennfólkið var þar
lfka staðið upp. Sú fyrsta, sem kom fram úr sætinu,
var bjartleit kona; hún var brosandi eins og maðrinn,
þó öllu minna; hún var smávaxin og föl, og leiddi
Sigrúnu við hönd sér. þorbjörn vék þegar að henni;
en hún hafði sig undan ið hraðasta aftr fyrir móðr
sína og liélt í kjólinn hennar. »Láttu mig vera!«
sagði hún. »Hann hefir víst ekki verið í kyrkju
fyrri, þessi piltr,« sagði bjartleita konan og klapp-