Iðunn - 01.01.1884, Blaðsíða 30
24 Björnstjerne Björnson:
svo!« — »Hann hefir einu sinni tekið upp hest.«—
»Hest!« — »Já, það er svo satt, sem ég--------hann
hefir sjálfr sagt mér það.« jpátrúðihún líka. »Hver
er þessi Aslákr?« spurði hún. — »Já, það er nú
bági piltrinn, skal ég segja þér. Hann pabbi barði
hann svo, að enginn lifandi maðr í heiminum hefir
verið barinn svo fyrri.« — »Fljúgizt þið á í illu þarna
fyrir handan ?«— »Já, stundum — — Gorið þið
það ekki hjá ykkr?« — »Nei, aldrei.« — »Hvað gerið
þið þá þar ?«—»0, mamma býr til matinn, prjónar og
saumar, og það gerir Katrín líka, en ekki eins vel
eins og mamma, því Katrfn er svo löt. Bn Kanka
hirðir kýrnar ; pabbi og piltarnir eru ýmist við úti-
vinnu eða þá heima.« jpetta þótti honum fullnægj-
andi svar. »Nn á hverju kveldi lesum við, og svo er
sungið,« sagði hún enn fremr, og það gjörum við á
sunnudögum líka.« — »011 saman?« — »Já.« — »þ>að
má vera leiðinlegt------.« — »Leiðinlegt? mamma,
hann segir —« en þá mundi hún eftir, að hún mátti
ekki koma þangað. — »Skelfing á ég margar kindr,«
sagði hún. — »Nei, svo?« — »Já, þrjár ær á ég, sem
eru með lömbum f vetr, og ein þeirra er ég nú alveg
vissum, að verðr tvílembd.« — »Svo, þú átt kindr?«—
»Já, ég á líka kýr oggrísi; átt þú enga?« — »Nei.«—
»Komdu yfir til mín, þá skal ég gefa þér gimbrlamb.
|>ú munt reyna það, að þér æxlast fleira út af því«.—
Skelfing má það verða gaman.« þau stóðu þegjandi
um hrfð ; »ætli Ingiríðr litla geti ekki líka féngið
lamb?« spurði hann svo. »Hvaða Ingiríðr?« —
»Hún Ingiríör, vesalingrinn hún lngiríðr.—þekkirðu
hana ekki?«—Nei, hana þekti hún ekki. »Er
hún minni en þú?«— »Já, vfst er hún minni en ég,—
svona á stærð við þig.« — »Nei, er það nú satt?