Iðunn - 01.01.1884, Síða 31
Sigrún á Sunnuhvoli. 25
l?ú verðr endilega að hafa hana með þér, mundu
eftir því!« Jú, hann sagðist 3kyldi muna það. »En«
sagði hún, »fyrst að þ ú fœrð lamb, þá getr h ú n
féngið grís.« þetta fanst honum nú líka miklu
hyggilegra, og nú sögðu þau hvort öðru frá kunn-
mgjum, sem bæði þektu, en þeir vóru nú reyndar
ekki margir. Foreldrar þeirra vóru þá húin til
heimferðar, og þau urðu að fara heim.
Um nóttina dreymdi hanu, að hann þóttist
vera kominn yfir að Sunnuhvoli og sjá þar tóm
hvít lömb, og hjá þeim dálitla bjartleita stúlku
ineð rauðar reimar. Ingiríðr og hann vóru á
úverjum degi að tala um að fara þangað yfir
nm. þóttust þau mundu fá svo margra lamba og
smágrísa að gæta, að vandséð væri hversu þau gæti
við því snúizt. En það þótti þéim kynlegast, að
þau skyldu ekki mega fara yfir um undir eins. »þó
aö barnunginn hafi boðið ykkr ?« spurði móðir
þeirra; »skárra er það nú.«— »Jæja, bíddu nú þaugað
fil á sunnudaginn kemr,« sagði Jporbjörn ; »þá skaltu
nú sjá.«
Sunnudagrinn kom. »það er sagt, að þú sért
svo óttalega raupsamr og ósannsögull og blótir svo
mikið,« sagði Sigrún þá við haun, »svo að þú fær
ekki að koma yfir um fyrri en þú hefir vanið þig
af því.« — »Hver hefir sagt þér það?« spurði þorbjörn
iorviða. »Hún mamma mín«.
Ingiríðr beið óþolinmóð eftir heimkomu þor-
þjarnar, og sagði hann henni og móður sinni, liversu
farið hefði. »þarna sórðu nú, drengr minn,« sagði
móðir hans. Ingiríðr þagði. En upp frá þessu hafði
kseði hún og móðir hans gætr á lionum í hvert sinn
Sem hann blótaði eða fór að raupa. En liann og