Iðunn - 01.01.1884, Side 50

Iðunn - 01.01.1884, Side 50
44 Björnstjerne Björnson: Sunnuhvoli og beið eftir ofrlítilli friðarstund, svo að hún gæti leitt hann bb'ðlega fratn fyrir foreldra sína; — en þessa friðarstund veitti hann henni aldrei. •þetta hefðirðu átt að segja mór fyrri, Sigrún !» — «Hefi ég ekki gjört það?» — «Nei, ekki svona.»— «Hún hugsaði sig um dálitla stund; svo lagði hún svuntufaldinn sinn í fellingar og sagði um leið: »það hefir þá líklega verið af því, að ég þorði það okki alminnilega.» En þetta, að hún skyldi hafa ótta af honum, það fékk svo á hann, að í fyrsta sinni á æfi sinni kysti hann hana. Henni varð svo mikið um kossinn, að grátrinn stöðvaðist alt í einu; það var eins og móðu drægi fyrir augun á henni, hún reyndi að brosa, svo leit hún niðr, svo upp á hann, og svo brosti hún fyrir alvöru. þau töluðu elcki meira saman,—þá tóku þau höndum saman aftr, en hvorugt þeirra þorði að þrýsta fyrst höndina á hinu. Svo dró hún hægt að sér höndina, og fór að þurka sér um augun og andlitið og slétta á sér hárið, sem hafði úfnað dálítið. Hann sat þar og hugsaði með sjálfum sér, meðan hann horfði á hana : |>ó liún sé ófrekari en hinar stúlkurnar í sveitinni og vilja láta fara öðruvfsi að sér, þá er ekk- ert um það að segja. Hann fylgdi henni upp að selinu, sem lá þar skamt frá. Hann langaði til að leiða hana; en það var eins og eitthvað það væri komið yfir hann, að hann þorði naumast að snerta hana, og honum fanst það undarlegt, að hann skyldi mega ganga við hliðina á henni. — |>ví sagði hann líka við hana, þegar þau skildu : »Nú vona óg að það líði á löngu, áðr en þú fróttir nokkuð misjafnt af mér.«

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.