Iðunn - 01.01.1884, Page 65
Bíl
K v æ ð i.
Fyrstii lóukvak.
1 apríl var hlilnað úr helgadd og snæ,
Mig heillaði veðráttan þýða,
Og Esjan frá miðju var bláum með blæ,
Og brvmleitt var láglendið víða,
En brattar um gnýpur í hvítleitum hrönnum
Sig hnappaði þokan og lá yfir fönnum;
Og engin hreyfðu sig andkul stirð,
í unaðsljúfri kyrð.
A háholti stóð jeg sem hniginn í draum,
þ>á heyrði jeg fugls röddu blíða,
Jeg lagði við hlustir og gaf henni gaum
Og girntist enn lengur að blða ;
þaö var lóunnar kvak, sem úr loptinu bar,
Jeg leit mig í kring og vissi ei, hvar það var,
Hið fyrsta lóukvak, sem gall úr geim
Með gleðiboð um vor í norðurheim.
Svo'kom það við endalok illviðra grands
Um æginn til heimverustaðar
það vængborið óskbarn hins einmana lands
J úthafi norðurs við jaðar.