Iðunn - 01.07.1885, Side 7
Brot úr ævisögu.
Eptir
ðónat> c}óna$-
ffann séra J>órðr á Höfða var orðinn prestr fyrir
•X1 þrem árum ; hann var bláfátækr alla sína skóla-
tíð, og barst fram á þeim árum, er guð og góðir
menn léðu honum. Hanu kom stórskuldugr í
prestsskapinn, og varð svo að taka jörð og fara að
búa; hann varð því að taka lán að nýju, og kom
honum þá vei, að Höfðakirkja var heldr rík; hún var
reyndar allra mesti grindahjallr, og fenti inn um
hana alla á vetrum, enn prófastrinn hélt samt hún
gæti lafað svo sem 5-—6 ár enn, svo að það var ekk-
ert á móti því að síra þórðr fengi kirkjuféð til þess
að koma sér upp búi fyrir.
Hann kvæntist fyrsta vorið sem hann reisti bú;
hann átti fátæka stúlku, er Valgerðr hét; vel fór á
með þeim hjónum, og sagði sóknarfólkið, að það væri
efnilegustu prestshjón, sem komið liefði þar í sveit um
langan tíma; þau væri bæði mestu búforkar, og það
væri ekki hætt við því að hann síra þórör yrði mörg
árin að komast f álnirnar; þó tekjurnar af brauðinu
væri ekki miklar, væri þær samt haganlegar, og svo
Iðunn. III. 1
| O H'.