Iðunn - 01.07.1885, Page 15

Iðunn - 01.07.1885, Page 15
0 Brot úr ævisögu. að þeir verði ekki rnjög harðdrægir við yðr, og það með kornungt barnið, svo að segja á höndunum«. »Minst held eg það geri nú; það fer aldrei svo að það verði ekki eitthvað til fyrir mér«. »Já, þór eruð nú altaf svoddan hetja, blessaðar verið þér, enn þó verðr maðr altaf að reyna til að hafa vaðið fyrir neðan sig. það er svo vel komið, ef eg gæti verið yðr að einhverju til hjálpar hjerna í dag. þér skuluð bara biðja mig hvað sem þér viljið, og eg skal gera mitt til að hjálpa yðr«. »þakk’ yðr fyrir það, þorlákr minn; það kemr nú líklega að því, að eg má til að níðast á góðmensku yðar bæði með það og annað«. »það er nú svo sem sjálfsagt. Okkr var ofvel til vina okkr síra jpórði sál., ef eg reyndi ekki að reyn- ast ekkjunni hans eins og eg get«. i'þér hafið nú sýnt það, og í trausti til þess ætl- aði eg nú að biðja yðr að vera fyrir mig hérna ögn í dag. það er einstaka hlutr, sctn mig langar til að ná í af aktsíóninni, enn hefi einhvernveginn ekki kjark í mér til þess að bjóða sjálf, enda kemst eg varla til þess, og hef varla vit á heldr hvað má bjóða«. »það er svo velkomið; reyndar væri nú óhætt að þér byðuð sjálf upp á það að gera, að það er líklegt að það væri ekki sprengt upp á móti yðr«. »Eg er ekki á móti því að kaupa með fullu verði, enn eg get hinseginn ekki boðið sjálf; það er fyrst °g fremst hún Skjalda, sem mig langaði til að ná í; það er helzta vonin okkar litla Dóra með uppeldið framvégis. Svo langaði mig líka til að geta náð í

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.