Iðunn - 01.07.1885, Side 26
20
Jónas Jónasson:
Og um kvöldið voru þeir félagar mörgum krónum
ríkari enn rétt var.
Bnn þessi auðsbót var blóð, sogið úr brjóstum
hjálparlausrar ekkju.
Dm kvöldið, þegar þeir voru komnir heitn, fór
sýslumaðr ofrlítið á vóg til þess að vera fljótari til,
því að hatin ætlaði að stæla í þjófnaðarmáli þar
nokkuð frá daginn eftir.
þorlákr og þorvaldr urðu þar um nóttina.
Um morguninn var hann að skoða beltið; það
var af gyltum silfrstokkum úr víravirki, og var á
beltisskildinum í loftgreyptu víravirki fangamark
prestsekkjunnar, enn neðan undir því stóð í smá-
gerðu víravirki fangamark þórðar prests.
þorlákr horfði með ánægju á kaupið.
1 þessu bili kom Valgerðr inn. Hún hikaði dá-
Htið fyrir innan stofudyrnar, og horfði á stofuborðið
og jiorlák með beltið í hendinni.
»Og þér keyptuð faldbúninginn minn!« sagði hún
hægt.
»Ójá, — — sýslumaðrinu vildi endilega láta selja
hann«.
»Já, það er að búast við því; það er svona að
eiga engau að — þeir vita það bezt sem reyna«.
»Ójá, það vill nú verða svo«.
»Var ekki búningrinn skrifaðr undir mínu nafni ?«
»Nei, enn það er annað — þér getið náttvirlega
fengið kaupið á honum, bléssaðar verið þér«.
»Bg get nú okki hugsað um annað enn beltið, því
að ekki er nú víst hvað eg get«.