Iðunn - 01.07.1885, Blaðsíða 29
23
Brot úr æfisögu.
fyrir sig handlegginn til að bera af sér högg. Svo
Var hann dreginn eitthvað burt, og þegar hann átt-
aði sig, kendi hann mikið til í annari kinninni, og
í>orvaldr stóð hjá honum.
þarna kvöddust þeir félagar og fór hver sína leið.
|>að éru þrjú ár síðan uppboðið var. það hefir
ekki margt borið við síðan, og getum vér því farið
fljótt yfir sögu.
þorlákr var Valgerðar önnur hönd með flutning-
ana; hann léði henni rnann og liesta til þess að
hún gæti komizt heim til móður sinnar.
Að mánuði liðnum flutti^sýslumaðrinn burt. Hann
Var búinn að fá nóg af að vera á Islandi; þorlákr
var settr sýslumaðr eftir hann.
Páll pestarket reyndi að fá Jon á Móhúsum til að
klaga þorlák fyrir söluna á fénu, og alla frammistöð-
una. Enn þeir kunnu ekki með að fara, og urðu
dæmdir til fébóta; jóorlákr var þar dómari í sjálfs
sín sök, þó að dómrinn væri að nafninu til lesinn
upp af öðrum.
Enn þorlákr naut ekki lengi sýslumannstignarinn-
ar. Hann varð að leggja niðr völdin eftir sex vikna
stjórn. Nýr laga-júristi frá háskólanum tók við sýsl-
unni.
þegar dánarbúinu var skift, vantaði 92 krónur
til að það stæðist. Iivernig mundi þá hafa farið, ef
féð hefði verið selt á uppboðinu ?
Valgerðr fékk faldbúninginn aftr; liún tók við
skuldinni á Hamri, og borgaði hana smátt og smátt.
Hún seldi Rauð á 200 krónur um sumarið og borg-
aði með honum uppboösskuldina.